About tonoadmin2016

This author has not yet filled in any details.
So far tonoadmin2016 has created 67 blog entries.

LAUST STARF SKÓLARITARA MÍT

Menntaskóli í tónlist leitar að þjónustuliprum og jákvæðum starfsmanni í móttöku og almenn skrifstofustörf. Í ritarastarfinu felst umsjón með ýmsum starfsþáttum á sviði tölvuvinnslu og skráningum auk samskipta við kennara og nemendur.

Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við fjölbreytt verkefni, viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, nákvæmur, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Sjá nánar hér

LAUST STARF SKÓLARITARA MÍT2019-10-07T15:06:32+00:00

PÍANÓLEIKARINN VLADIMIR STOUPEL HELDUR MASTERCLASS OG TÓNLEIKA

Píanóleikarinn Vladimir Stoupel heldur tónleika í sal MÍT í Skipholti 33, 3.hæð á föstudaginn 11.október kl. 19:30! Vladimir Stoupel hefur vakið athygli
fyrir sína blæbrigða- og tilfinningaríku túlkun. Hann hefur m.a. komið fram með Berlínarfílharmóníunni, hljómsveitinni í Konzerthaus Berlín, Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig, Bæversku útvarpshljóm-sveitinni og Útvarpshljómsveit Berlínar.

Auk tónleikanna heldur hann masterclass í flyglasal LHÍ á laugardag kl 15:00. Eftirtalin verk verða flutt:

Guðný Charlotta – Haydn Sonata Hob 50 – C Major – 1st Mov

Halldór – Beethoven Op 101 – 1st Mov,

Alexander – Schumann Aufschwung

Róbert – Debussy Prelude Les collines d’Anacapri

Mattias – De Falla from Three pieces from ballet El amor brujo – 2.Canción del fuego fatuo – 3.Danza del terror

PÍANÓLEIKARINN VLADIMIR STOUPEL HELDUR MASTERCLASS OG TÓNLEIKA2019-10-07T12:59:56+00:00

STOFNUN FORELDRAFÉLAGS MÍT

Boðað er til fundar um stofnun Foreldrafélags Menntaskóla í tónlist (MÍT).  Fundurinn fer fram í sal skólans í Skipholti 33, mánudaginn 30. september kl 19:30. Stjórnendur skólans eru sannfærðir um að öflugt foreldrafélag myndi styðja nemendur og  starfsemi skólans á margvíslegan hátt. Ennfremur gerir aðalnámskrá framhaldsskóla ráð fyrir að í öllum framhaldsskólum sé starfandi foreldrafélag.  Eftir stutta kynningu frá stjórnendum skólans verður fundurinn lagður í hendur foreldra og vonandi verður kjörin fyrsta stjórn nýs og öflugs foreldrafélags MÍT.

STOFNUN FORELDRAFÉLAGS MÍT2019-09-23T11:19:12+00:00

MASTERCLASS Í RAUÐAGERÐI Í DAG, 19.SEPTEMBER!

Kontrabassaleikarinn Orlando le Fleming og trommuleikarinn Colin Stranahan halda masterclass í salnum í Rauðagerði í dag kl 15:30. Báðir eru úr fremstu röð New York jazzsenunnar í dag. Þeir munu spila, spjalla og svara spurningum. Allir velkomnir!

Þeir halda svo tónleika í kvöld í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl 20:30 ástamt Andrési Þór Gunnlaugssyni og Agnari Má Magnússyni. https://www.facebook.com/events/2417899718535352/?ti=icl

MASTERCLASS Í RAUÐAGERÐI Í DAG, 19.SEPTEMBER!2019-09-19T09:59:57+00:00

LEIKLISTARUPPÁKOMA FÖST. 17. MAÍ

Föstudaginn 17. maí er síðasti kennsludagur leiklistaráfangans sem kenndur er við MÍT.  Til að fagna leiðarlokum verður blásið til stuttrar uppákomu (ca 30-40 mín)  í Vestursal, Rauðagerði 27, kl. 16:30. Nemendur áfangans ásamt kennaranum, Erni Árnasyni, fara með okkur í smá dægurferðalag… Hvert ferðinni er heitið mun skýrast betur þegar mætt verður til gleðinnar.

Vonumst til að sjá sem flesta kl. 16:30 þann 17. maí!

LEIKLISTARUPPÁKOMA FÖST. 17. MAÍ2019-05-14T14:31:55+00:00

PRÓFTÓNLEIKAR VOR 2019

Framhalds-, stúdents- og burtfararprófstónleikar MÍT vorið 2019

Þri. 2. apríl kl. 19:30 í Hannesarholti, Sólborg Birgisdóttir, píanó
Mið. 10. apríl kl. 19:00 í Hátíðarsal FÍH, Jakob van Oosterhout, trompet
Mið. 10. apríl kl. 20:00 í Listasafni Sigurjóns Ólagfssonar, Erling Róbert Eydal, horn
Föst. 12. apríl l. 18:00 í Kirkju Óháða safnaðarins, Sólrún Hedda Benedikz, söngur
Föst. 12. apríl kl. 20:00 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Sverrir Arnórsson, selló
Lau. 13. apríl kl. 12:30
í Hannesarholti, Hafsteinn Rúnar Jónsson, píanó
Mið. 17. apríl kl.20:00
 í Hátíðarsal FÍH, Benjamín Gísli Einarsson, píanó
Fim. 25. apríl kl. 17:00
í Hannesarholti, Herdís Ágústa Linnet, píanó
Fim. 25. apríl kl. 20:00
 í Hátíðarsal FÍH, Hrafnhildur Magnea Ingólfdóttir, söngur
Sun. 28. apríl kl. 20:00
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Þórhildur Magnúsdóttir, víóla
Sun. 28. apríl kl. 20:00
 í Hátíðarsal FÍH,  Björg Blöndal, söngur
Mán. 29. apríl kl. 19:00
í Hátíðarsal FÍH, Ólafur Ingi Finsen, trompet
Þri. 30. apríl kl. 20:00
 í Hátíðarsal FÍH, Kristófer Gíslason, rafgítar
Mið. 1. maí kl. 20:00
 í Hátíðarsal FÍH, Ari Frank Inguson, rafgítar
Fim. 2. maí kl. 20:00
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Hugrún Elfa Sigurðardóttir, flauta
Fim. 2. maí kl. 20:00
 í Hátíðarsal FÍH, Jóhannes Þorleiksson, trompet
Föst. 3. maí kl. 18:00
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Breki Sigurðarson, túba
Lau. 4. maí kl 20:00
í Hátíðarsal FÍH, Erla Mist Magnúsdóttir, söngur
Mið. 8. maí kl. 19:00
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Arna Marín Thorarensen, fagott
Fim. 9. maí kl. 20:00
í Hátíðarsal FÍH, Salóme Katrín Magnúsdóttir, söngur
Föst. 10. maí kl 20:00
 í Hátíðarsal FÍH, Snorri Örn Arnarson, bassi
Lau. 11. maí kl. 20:00
í Hátíðarsal FÍH, Þorkell Ragnar Grétarsson, rafgítar
Sun. 12. maí kl. 19:30
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Þórhildur Þorleiksdóttir, trompet
Sun. 12. maí kl 20:00
í Hátíðarsal FÍH, Snorri Skúlason, rafbassi
Lau. 20. maí kl 20:00
í Hátíðarsal FÍH, Magnús Jóhann Ragnarsson, píanó

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, söngur
, lokið
Rebekka Blöndal, söngur, lokið

PRÓFTÓNLEIKAR VOR 20192019-04-03T13:55:47+00:00

SÖNGLEIKJASPRENGJA Í HÁSKÓLABÍÓI

Nú fær framtíðarvon íslenskrar tónlistar tækifæri til að láta ljós sitt skína á stóra sviðinu.

Hinn nýstofnaði Menntaskóli í tónlist sameinar alla krafta sína í Háskólabíói þann 6. apríl þegar hlaðið verður í sannkallaða söngleikjasprengju með ódauðlegum atriðum úr ástsælustu söngleikjum Broadway. Alls verða 80 manns á sviðinu!

Nú þegar Tónlistarskóli FÍH og Tónlistarskóli Reykjavíkur hafa runnið saman í eitt mætast söngur og hljóðfæraleikur úr djasstónlist og klassík. Nemendur MÍT sáu þar færi á að nýta þessa fjölbreyttu hæfileika og standa í samstarfi við stjórn skólans að þessari stórbrotnu uppsetningu. Þar dugaði ekkert minna en sprengja af Broadway-stærðargráðu!

Stóreflis leikhópur blæs nýju lífi í perlur Broadway og leiðir áhorfendur í gegnum söngleikjasöguna með söng, dansi og leik.

Verðlaunaði danshöfundurinn Chantelle Carey hefur sett saman dansatriði af sinni einskæru snilld. Þjóðargersemin og söngleikjakempan Örn Árnason hefur deilt reynslu sinni með leikurum.

Fjölbreytt samsetning stefna og stíla úr tónlistarsögunni kallar líka á gríðarstóra hljómsveit til að glíma við rokk, djass, klassík og allt þar á milli.

Orkestruna leiðir Jóhann G. Jóhannsson og rytmísku hljómsveitina Ingvar Alfreðsson. Þórunn Guðmundsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson annast raddsetningar.

Enginn má missa af stóru söngleikjasprengjunni!

Miðasala á: https://tix.is/is/event/7727/songleikjasprengja-mit/

SÖNGLEIKJASPRENGJA Í HÁSKÓLABÍÓI2019-04-01T11:38:46+00:00

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Í KALDALÓNI

MÍT stendur fyrir stórglæsilegum nemendatónleikum í Kaldalóni, Hörpu sunnudaginn 17. mars kl. 14:00 þar sem flutt verður blönduð efnisskrá bæði klassískrar og rytmískrar tónlistar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir endurspegla fölbreytt námsúrval skólans og víða tónlistarlega sýn en fram koma nemendur úr öllum deildum MÍT, meðal annars stórsveit, jazzhljómsveit, kammertónlist og söngvaskáld.

Á tónleikunum fáum við einnig að heyra sigurlag úr Lagasmíðakeppni NFMÍT & FÍH en hún fór fram í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag, en það var Þór Sverrisson sem hreppti fyrsta sætið.  Keppnin er skipulögð af nemendafélaginu sem hefur verið skemmtilega virkt í vetur og hélt til að mynda frábæra tónleika nú í febrúar sem voru tileinkaðir Arethu Franklin.

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Í KALDALÓNI2019-03-14T15:43:36+00:00

ARETHA FRANKLIN SÖNGSÝNING

Sálargyðjan Aretha Franklin lést þann 16. ágúst á síðasta ári. Hún skildi eftir sig ógrynni laga og munu nemendur MÍT flytja nokkur þeirra og heiðra þar með þessa merku söngkonu. Í sýningunni koma fram 10 söngkonur úr skólanum ásamt 10 manna hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og söngkennarans Maríu Magnúsdóttur. Chantelle Carey sér um hreyfingu og framkomu. Lög svo sem Respect, Think, Chain of Fools og I Say a Little Prayer munu hljóma í bland við önnur sígild lög söngkonunnar.

Sýningar verða í Hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, föst. 1. feb. og sun. 3. feb. kl. 20:00.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

ARETHA FRANKLIN SÖNGSÝNING2019-01-24T13:25:29+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta

Go to Top