Föstudaginn 17. maí er síðasti kennsludagur leiklistaráfangans sem kenndur er við MÍT.  Til að fagna leiðarlokum verður blásið til stuttrar uppákomu (ca 30-40 mín)  í Vestursal, Rauðagerði 27, kl. 16:30. Nemendur áfangans ásamt kennaranum, Erni Árnasyni, fara með okkur í smá dægurferðalag… Hvert ferðinni er heitið mun skýrast betur þegar mætt verður til gleðinnar.

Vonumst til að sjá sem flesta kl. 16:30 þann 17. maí!