Hljómsveitir og samspil

Lögð er sérstök áhersla á samleik og samvinnu nemenda og á að þeir fái þjálfun í hljómsveitarleik, kammermúsík og samspili. Innan skólans er starfræktur kór, strengjasveit, blásarasveit, stórsveit og sinfóníuhljómsveit. Hljómsveitirnar eru byggðar á þeim grunni sem fyrir er innan skólanna tveggja. Innan skólans er starfandi fullskipuð sinfóníuhljómsveit og innan rytmískrar deildar er jafnframt starfandi fullskipuð stórsveit. Innan rytmískrar deildar eru þar að auki starfandi fjölbreyttir samspilshópar þar sem lögð er áhersla á ólíkar stíltegundir. Innan klassískrar deildar eru starfandi fjölbreyttir kammerhópar. Nemendur eru hvattir til þess að taka virkan þátt í kammermúsík/samspili og hljómsveitarstarfi skólans og er það hluti af kjarna námsbrautanna.

Nemendaópera og söngleikir

Innan skólans starfar nemendaópera og setur hún upp eina óperusýning á hverjum vetri. Hljómsveit skipuð nemendum leikur undir og kór skólans tekur þátt í uppfærslunum. Allir söngnemendur sem leggja stund á klassískan söng taka þátt í sýningunni og nemendur sem læra rytmískan söng eiga þess jafnframt kost að taka þátt. Innan rytmískrar deildar eru sett upp söngleikir og/eða söngdagskrár á hverri önn en nemendur klassískrar deildar fá einnig tækifæri til að taka þátt í þeim.