Inntökukröfur

Miðað er við að nemendur hafi lokið miðprófi í hljóðfæraleik eða grunnprófi í söng og miðprófi í tónfræðagreinum við inntöku í skólann. Þrátt fyrir þær inntökukröfur sem hér eru settar fram þá áskilur skólinn sér rétt á að taka inn efnilega nemendur ef þeir þykja standa sig framúrskarandi á inntökuprófi að mati dómnefndar. Í slíkum undantekningartilfellum skal nemandi ljúka miðprófi í tónfræðagreinum ekki síðar en í lok fyrsta námsárs við MÍT.

Inntökupróf

Inntökupróf verða haldin dagana 2. og 3. júní 2020. Fyrir inntökuprófin undirbúa nemendur tvö verk að eigin vali. Allir umsækjendur þreyta einnig stöðupróf í tónfræði. Haft verður samband við alla umsækjendur með nánari upplýsingum um inntökuprófin.

Þar sem orðum sleppir,
þar hefst tónlistin.

Heinrich Heine

Umsóknarferli

Opnað verður fyrir umsóknir 9. mars og umsóknarfrestur er til 15. maí 2020.
Allir nemendur sem vilja sækja um nám við MÍT þurfa að senda inn umsókn hér:

Sækja um nám við MÍT

Nemendur sem sækja um nám á stúdentsbraut við MÍT beint eftir grunnskóla þurfa einnig að sækja um hér: https://umsokn.inna.is/

Sækja um á stúdentsbraut

Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi inntökuferlið að hafa samband við okkur í s. 589 1200 eða senda okkur fyrirspurn á menton@menton.is.