Umsókn um skólavist

Inntökukröfur

Miðað er við að nemendur hafi lokið miðprófi í hljóðfæraleik eða grunnprófi í söng og miðprófi í tónfræðagreinum. Þrátt fyrir þær inntökukröfur sem hér eru settar fram þá áskilur skólinn sér rétt á að taka inn efnilega nemendur ef þeir þykja standa sig framúrskarandi á inntökuprófi að mati dómnefndar.

Inntökupróf

Inntökupróf verða haldin laugardaginn 29. apríl og undirbúa nemendur fyrir það tvö verk að eigin vali. Stöðupróf í tónfræði verður síðan laugardaginn 6. maí kl. 10:00 í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27. Einnig verður boðið upp á stöðupróf í fleiri bóklegum greinum í haust fyrir þá sem vilja fá nám sitt úr öðrum tónlistarskólum metið. Haft verður samband við alla umsækjendur með nánari upplýsingum um inntökuprófin.

Umsóknarferli

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til 21. apríl 2017.
Allir nemendur sem vilja sækja um nám við MÍT þurfa að senda inn umsókn hér:

Sækja um nám við MÍT 

Auk þess að sækja um í gegnum slóðina hér að ofan þurfa þeir sem sækja um nám á stúdentsbraut við MÍT einnig að sækja um hér:

Sækja um á stúdentsbraut

Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi inntökuferlið að hafa samband við okkur í s. 553 0625/588 8956 eða senda okkur fyrirspurn á menton@menton.is.