Skólareglur

Almennar skólareglur

  1. Nemendur sýni verkum og skoðunum hvers annars virðingu.
  2. Nemendur gangi vel um æfingaherbergi, nemendaaðstöðu og önnur rými skólans.
  3. Nemendur virði reglur skólans um notkun bókasafns, hljóðfæra og tækjakosts.
  4. Nemendur gangi vel um eigur skólans, hljóðfæri, búnað, nótur og annað.
  5. Neysla áfengis, tóbaks, vímuefna, rafretta og röng notkun lyfja er bönnuð í skólanum og á viðburðum tengdum skólastarfinu.
  6. Nemendum er óheimilt að bera vopn í skólanum og á viðburðum tengdum skólastarfinu.

Brjóti nemendur reglur skólans fá þeir skriflega aðvörun. Ef um ítrekuð brot er að ræða getur það varðað brottrekstur.

Kennslustundir

  1. Í kennslustundum skal gagnkvæm virðing og traust ríkja meðal allra.
  2. Nemendur skulu nemendur vera vakandi í kennslustundum, virða verkstjórn kennara og gæta þess að valda ekki ónæði.
  3. Notkun farsíma, myndatökur og upptökur í kennslustundum eru með öllu óheimilar nema með leyfi kennara. Slökkt skal vera á farsímum og þeir geymdir niðri í tösku. Ef farsími veldur röskun á kennslu er kennara heimilt að víkja nemanda úr tíma. Reglan nær einnig til allra tækja sem geta valdið tilefnislausu ónæði í kennslustundum.

Brjóti nemendur reglur skólans fá þeir skriflega aðvörun. Ef um ítrekuð brot er að ræða getur það varðað brottrekstur.

Reglur um námsframvindu:

  • Þegar nemandi hefur nám við skólann hefur hann tíu annir til að ljúka námi.
  • Nemandi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn og gerð er krafa um 80% mætingu.
  • Á hverri önn skal nemandi leggja stund á a.m.k. eina fræðigrein, auk hljóðfæra- eða söngnáms.
  • Ef nemandi lýkur ekki 15 einingum á önn, tvær annar í röð, skal gerður skriflegur samningur við stjórnendur skólans. Verði ekki breyting á framvindu náms til batnaðar önnina á eftir hefur skólinn rétt til að vísa nemanda frá námi.
  • Ef nemandi hefur ekki lokið miðprófi í tónfræðagreinum við upphaf skólagöngu skal nemandi ljúka tónfræðiáfanga MÍT á fyrsta ári náms. Áfanginn er ekki hluti af kjarnafögum námsbrauta en er undanfari kjarnagreina á öllum námsbrautum.
  • Miðað er við að nemandi sé ekki eldri en 30 ára við útskrift frá skólanum.

Mætingareglur

  • Nemandi skal sækja allar kennslustundir og æfingar.
  • Nemandi skal mæta stundvíslega. Komi nemandi 15 mínútum of seint í kennslustund fær hann fjarvist fyrir þá kennslustund.
  • Fylgst er með mætingu nemenda í öllum áföngum og fari skólasókn nemanda niður fyrir 80% án þess að gildar ástæður séu fyrir hendi fær viðkomandi áminningu senda í tölvupósti.
  • Fari mæting niður fyrir 70% þarf nemandi að mæta í viðtal til áfangastjóra og gera skriflegan samning um bætta ástundun. Viðtalið er einnig til þess gert að skólinn geti stutt við nemandann og fundið leiðir í samráði til að bæta ástundun. Haldi nemandi ekki samninginn áskilur skólinn sér rétt til að vísa honum frá námi.
  • Ástundun aukahljóðfæris: ef mæting nemanda fer undir 75% í aukahljóðfærisáfanga missir nemandi rétt á aukahljóðfæristímum á önninni á eftir. Hægt er að sækja aftur um aukahljóðfæri á þarnæstu önn ef samningur er gerður við deildarstjóra um bætta ástundun.

Forföll

  • Tilkynna skal veikindi eða forföll til ritara að morgni forfalladags á netfangið menton@menton.is eða í síma 5891200 milli kl 13 og 17 samdægurs. Einnig skal tilkynna forföll til kennara sé um einkatíma að ræða. Ekki verður tekið tillit til forfallatilkynninga sem berast seinna.
  • Ef veikindi vara lengur en eina skólaviku er mikilvægt að hafa samband við skrifstofu skólans svo hægt sé að skoða áhrif þess á framvindu náms á önninni og styðja við nemandann.
  • Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 15 skóladaga ber nemanda að hitta námsráðgjafa.

Leyfi

  • Nemendur geta sótt um leyfi vegna tónlistarnámskeiða eða annarra verkefna sem tengjast tónlistarnáminu beint. Sækja þarf skriflega um slíkt leyfi til skrifstofu skólans, menton@menton.is.
  • Leyfi eru einnig veitt frá námi ef um almannavarnaheill er að ræða eins og ef viðvaranir eru um ferðalög milli staða vegna veðurs eða annarra þjóðfélagsaðstæðna. Skólinn sendir tilkynningar frá sér ef slíkar aðstæður eru fyrir hendi.

Skilyrði fyrir leyfisveitingu er að nemandi mæti að öðru leyti vel í skólann og geri sér grein fyrir skyldum sínum og ábyrgð.

Athugið að kennarar veita ekki leyfi. Þó er mikilvægt að láta kennara í einkatímum vita af fjarveru með góðum fyrirvara. Öll leyfi er skráð á skrifstofu skólans eða hjá námstjóra.