Heim2020-06-19T10:20:57+00:00

Skóladagatal MÍT 2020-2021

Með námi á stúdentsbraut er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á almennri braut er líkt og á stúdentsbraut lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

Streymistónleikar útskriftar- og framhaldsprófsnema 2020

MÍT kynnir með gleði streymistónleika framhaldsprófs- og útskriftarnema skólans! Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir. Þar sem ekki er mögulegt að bjóða nema örfáum gestum í sal að hlusta á próftónleika nemenda MÍT þetta vor, bregður skólinn [...]

LAGASMÍÐAKEPPNI MÍT OG FÍH – 7.MARS

Lagasmíðakeppni MÍT og FÍH fer fram 7.mars kl 15:00 í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Skráning fer fram frá 1.-29.febrúar. Senda þarf upptöku af lagi og nafn höfundar á nemendafelagmit@gmail.com !

HEYRI ÉG HLJÓM – TÓNLEIKAR 1.MARS

Nemendur MÍT klæða íslensk þjóðlög í nýjan búning á þjóðlagahátíð skólans, . Á tónleikunum munu gamlar þjóðlagaperlur hljóma í flutningi fjórtán söngvara og fimm manna hljómsveitar. Tónleikarnir eru þó ekki einungis til að gleðja eyru því þeim er [...]

SÖNGKEPPNI MÍT

Söngkeppni MÍT verður 18. febrúar í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Dómnefnd veitir viðurkenningu fyrir Rödd MÍT 2020, og sigurvegari fer fyrir hönd MÍT til Akureyrar að keppa í Söngkeppni framhaldskólanna!

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta