Heim2020-09-11T13:16:28+00:00

Skóladagatal MÍT 2020-2021

Með námi á stúdentsbraut er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á almennri braut er líkt og á stúdentsbraut lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR 18.OKTÓBER – STREYMI

Ólína Ákadóttir, píanó, heldur framhaldsprófstónleika sína í sal skólans í Rauðagerði, sunnudaginn 18.október, kl 14:00. Einungis boðsgestir verða viðstaddir, en streymt verður frá tónleikunum hér: https://youtu.be/4ALGNwczj_U Meðflytjendur: Margrét Lára Jónsdóttir (fiðla) Áróra Vera Jónsdóttir (fiðla) Hafrún Birna Björnsdóttir [...]

TILKYNNING UM RÁÐNINGU SKÓLAMEISTARA MÍT

Freyja Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin skólameistari Menntaskóla í tónlist frá 1. janúar 2021. Freyja lauk Magister prófi í klarínettuleik frá Hochschule fur Musik Hanns Eisler, Berlin og seinna Konzertexamen, æðstu prófgráðu sem veitt er frá þýskum tónlistarháskólum. Freyja [...]

Streymistónleikar útskriftar- og framhaldsprófsnema 2020

MÍT kynnir með gleði streymistónleika framhaldsprófs- og útskriftarnema skólans! Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir. Þar sem ekki er mögulegt að bjóða nema örfáum gestum í sal að hlusta á próftónleika nemenda MÍT þetta vor, bregður skólinn [...]

LAGASMÍÐAKEPPNI MÍT OG FÍH – 7.MARS

Lagasmíðakeppni MÍT og FÍH fer fram 7.mars kl 15:00 í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Skráning fer fram frá 1.-29.febrúar. Senda þarf upptöku af lagi og nafn höfundar á nemendafelagmit@gmail.com !

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta