Heim2020-12-03T11:54:02+00:00

Skóladagatal MÍT 2020-2021

Með námi á stúdentsbraut er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á almennri braut er líkt og á stúdentsbraut lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

Ráðning aðstoðarskólameistara klassískrar deildar

Tilkynning um ráðningu aðstoðarskólameistara klassískrar deildar MÍT   Stefanía Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari klassískrar deildar skólans í hálft starf frá 1. janúar 2021. Stefanía starfaði sem áfangastjóri MÍT þangað til í september 2019 og var starfandi aðstoðarskólameistari [...]

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR, 28.NÓVEMBER

Laugardaginn 28. nóvember klukkan 14:00 býður Menntaskóli í tónlist til tónleika sem streymt verður beint á þessari slóð: https://youtu.be/HxljgI_SvCA Efnisskráin er fjölbreytt og áhugaverð, en á tónleikunum verða meðal annars leikin píanótríó eftir L.v. Beethoven, F. Mendelssohn [...]

Myndbandakeppni nemendafélags MÍT!

Frábærlega skemmtilegri og vel heppnaðri myndbandakeppni nemendafélags MÍT lauk með verðlaunaafhendingu föstudaginn 13.nóvember! Hér má sjá verðlaunaafhendinguna og sigurmyndböndin!  Vinningshafar voru: Besta rytmíska myndbandið: Magnús Þór Sveinsson Besta frumsamda myndbandið: Anna Bergljót Böðvarsdóttir Besta klassíska myndbandið: Matthildur [...]

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR 18.OKTÓBER – STREYMI

Ólína Ákadóttir, píanó, heldur framhaldsprófstónleika sína í sal skólans í Rauðagerði, sunnudaginn 18.október, kl 14:00. Einungis boðsgestir verða viðstaddir, en streymt verður frá tónleikunum hér: https://youtu.be/4ALGNwczj_U Meðflytjendur: Margrét Lára Jónsdóttir (fiðla) Áróra Vera Jónsdóttir (fiðla) Hafrún Birna Björnsdóttir [...]

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta