Heim2019-10-28T11:09:29+00:00

Með námi á stúdentsbraut er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á almennri braut er líkt og á stúdentsbraut lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

MASTERCLASS – ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON, FIÐLULEIKARI

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, leiðari 2. fiðlu í Fílharmóníuhljómsveit Helsinki heldur masterklass í sal MÍT Skipholti 33, 3.hæð miðvikudaginn 23. október kl. 16:00 – 19:00! Fiðlunemendur MÍT koma fram. Aðgangur ókeypis og öllum heimill! [...]

LAUST STARF SKÓLARITARA MÍT

Menntaskóli í tónlist leitar að þjónustuliprum og jákvæðum starfsmanni í móttöku og almenn skrifstofustörf. Í ritarastarfinu felst umsjón með ýmsum starfsþáttum á sviði tölvuvinnslu og skráningum auk samskipta við kennara og nemendur. Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn [...]

PÍANÓLEIKARINN VLADIMIR STOUPEL HELDUR MASTERCLASS OG TÓNLEIKA

Píanóleikarinn Vladimir Stoupel heldur tónleika í sal MÍT í Skipholti 33, 3.hæð á föstudaginn 11.október kl. 19:30! Vladimir Stoupel hefur vakið athygli fyrir sína blæbrigða- og tilfinningaríku túlkun. Hann hefur m.a. komið fram með Berlínarfílharmóníunni, hljómsveitinni í [...]

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta