Próf

Vörðupróf

Vörðupróf eru próf í hljóðfæraleik og söng, vörður á milli annarra prófa, svo sem áfangaprófa. Skólinn býður upp á tvö próf af þessu tagi; Vörðupróf I og II. Prófin eru svipuð að þyngd og gerð og gömlu IV. og VI. stigin voru. Vörðupróf I liggur mitt á milli Grunnprófs og Miðprófs en Vörðupróf II á milli Miðprófs og Framhaldsprófs. Prófþættir eru sambærilegir við næsta áfangapróf fyrir ofan. Þannig fá nemendur tækifæri til að æfa sig í að taka áfangaprófið sem er framundan, en með léttari verkefnum.  Vörðupróf eru ekki skylda en kennari og nemandi ákveða í sameiningu hvort og hvenær nemandi þreytir þessi próf. Vörðuprófin geta verið góð markmið að keppa að og heppilegur undirbúningur fyrir önnur próf.

Hér má finna leiðbeiningar vegna skráningar nemenda í vörðupróf 

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um prófþætti og uppbyggingu vörðuprófanna fyrir mismunandi hljóðfæri.