Leiðbeiningar vals fyrir haustönn

  • Valið er staðfesting á skráningu í skólann á næstu önn svo ef þú vilt eiga öruggt pláss áfram í skólanum er mjög mikilvægt að ganga frá valinu á réttum tíma í INNU. Hægt er að skoða áfangalýsingar hér 
  • Óskir um aukahljóðfæri og viðbótartíma á aðalhljóðfæri er nauðsynlegt að skrá í könnun sem þú fékkst senda í tölvupósti
    Ef þessari könnun er ekki svarað gerum við ráð fyrir að þú viljir 60 mín í einkatíma á viku næsta skólaár.
  • Lágmarkseiningafjöldi á önn eru 15 einingar. Mælst er til þess að nemendur stundi amk einn fræðigreinaáfanga á hverri önn.
  • Athugaðu að velja í Innu alla áfanga sem þú vilt stunda næsta haust. Athugið að aukahljóðfæri, samspil, kammertónlist, stórsveit og sinfóníuhljómsveit eru ekki opin í almennu vali, heldur mun skrifstofan skrá í þá áfanga ef við á eftir að valviku lýkur.
  • Ræddu við aðalkennara þinn um möguleg áfanga- eða vörðupróf á næstu önn. Ef þú stefnir að prófi skaltu velja viðeigandi prófáfanga.
  • Ræddu við aðalkennara þinn ef þú stefnir að útskrift. Ef þú stefnir að útskrift á næsta skólaári skaltu velja „lokaársáfanga“.
  • Skoðaðu vandlega námsbrautina þína og veldu áfanga í samræmi við þína námsáætlun. Ef þig vantar aðstoð við valið eða ráðgjöf varðandi námið þá ertu velkomin á skrifstofuna til okkar í Skipholti 33, 3.hæð á skrifstofutíma á meðan valviku stendur. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurnir með tölvupósti (thorabjort@menton.is, andres@menton.is, birna@menton.is, solrun@menton.is ). Hægt er að skoða uppbyggingu námsbrauta hér:

Leiðbeiningar fyrir símaviðmót:

  1. Farðu inn í INNU
  2. Smelltu á VAL– neðarlega á síða (ef þú ert í síma)
  3. Farðu á haustönn 2024 og ýttu á + velja áfanga(Grænn takki)
  4. Veldu áfanga sem þú ætlar að takameð því að smella á hann, þá litast hann grár
  5. Bakkaðu út úr valmynd, farðu aftur inn í „Val“ og þá sérðu áfangana sem valdir hafa verið!
  6. Skólinn staðfestir val í lok yfirstandandi annar