Próftónleikar klassísku deildarinnar haustönn 2022

Allir tónleikarnir fara fram í sal MÍT, Skipholti 33, 3. hæð og við bjóðum aðstandendur og aðra áhugasama velkomna!

Mán. 21. nóv. kl. 15:30 – Óbó – Klarínettur  – Fagott
Nemendur Matthíasar Nardeau, Gríms Helgasonar og Bryndísar Þórsdóttur

Mán. 21. nóv. kl. 17:00 – Flautur
Nemendur Áshildar Haraldsdóttur, Emilíu Rósar Sigfúnsdóttur og Magneu Árnadóttur

Mán. 21. nóv. kl. 19:30 – Horn – Trompet – Básúna – Euphonium – Túba
Nemendur Jósefs Ognibene, Eiríks Arnar Jónssonar og David Bobroff

Þri. 22. nóv. kl. 17:30, 18:45 og 20:00 – Píanó
Nemendur Birnu Hallgrímsdóttir, Kristjáns Karls Bragasonar, Kristins Arnar Kristinssonar, Peters Maté, Svönu Víkingsdóttur, Þóru Fríðu Sæmundsdóttur og Þórhildar Björnsdóttur

Mið. 23. nóv. kl. 18:00 – Fiðla
Nemendur Bryndísar Pálsdóttur, Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur

Mið. 23. nóv. kl. 19:30 – Víóla – Selló – Kontrabassi – Gítar
Nemendur Svövu Bernharðsdóttur, Sigurgeirs Agnarssonar, Hávarðar Tryggvasonar og Svans Vilbergssonar

Fim. 24. nóv. kl. 17:00 – Söngur
Nemendur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Þórunnar Guðmundsdóttur

Fim. 24. nóv. kl. 18:00 – Fiðla
Nemendur Auðar Hafsteinsdóttur

Próftónleikar klassísku deildarinnar haustönn 20222022-11-20T20:17:02+00:00

Nýráðningar í MÍT

Áfangastjóri MÍT

Þóra Björt Sveinsdóttir var á dögunum ráðin í starf áfangastjóra MÍT. Þóra Björt er menntaður náms- og starfsráðgjafi ásamt því að vera með MA- og BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum þar sem hún lagði áherslu á fræðslu- og stjórnun menntastofnana. Hún hefur meðal annars starfað við verkefnastjórn og ráðgjöf hjá stígamótum og sem náms og starfsráðgjafi. Hún hefur jafnfram starfað við stór Evrópuverkefni sem snúa að heilsueflandi vinnustöðum hjá Vinnueftirliti ríkisins og sem kennari. Við bjóðum Þóru Björt hjartanlega velkomin til starfa hjá MÍT og hlökkum til samstarfsins.

Deildarstjóri rytmískrar deildar MÍT

Andrés Þór Gunnlaugsson hefur verið ráðinn í starf deildarstjóra rytmískrar deildar MÍT. Andrés Þór lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 1999, BA gráðu í jazzgítarleik og kennslufræðum frá Konunglega tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi 2004 og MA gráðu frá sama skóla árið 2006.  Andrés mun jafnframt ljúka diplómanámi í kennslufræði frá LHÍ nú í vetur. Andrés hóf að starfa sem hljóðfæraleikari 1994 á dansleikjum en síðari ár hefur hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi með eigin jazzhljómsveitir auk þess að starfa sem hljóðfæraleikari í hljóðverum, tónleikauppfærslum og í leiksýningum.  Andrés hefur gefið út fjölmarga hljómdiska í eigin nafni sem og í samstarfi við aðra. Andrés hefur margoft verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var útnefndur Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2014. Andrés hefur starfað sem kennari við MÍT frá stofnun skólans og starfar jafnframt sem kennari við Listaháskóla Íslands. Við óskum Andrési hjartanlega til hamingju með nýja starfið og hlökkum til samstarfsins.

Nýráðningar í MÍT2022-11-11T14:57:02+00:00

Blásaratónleikar klassískrar deildar MÍT í Ráðhúsi Reykjavíkur

Verið velkomin á blásaratónleika klassískrar deildar MÍT þar sem flautukór og málmblásarasveit skólans koma fram undir stjórn Bjargar Brjánsdóttur og Jósefs Ognibene.
Við lofum alveg einstaklega fjölbreyttum og skemmtilegum tónleikum þar sem flutt verða verk eftir J.S. Bach, F. Chopin, F. Mendelssohn, F. Kuhlau, Jón Nordal, P. Oliveros, J. Brahms, E. Elgar, R. Strauss, Chris Hazel og Sigvalda Kaldalóns.
Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin
Blásaratónleikar klassískrar deildar MÍT í Ráðhúsi Reykjavíkur2022-11-02T14:33:24+00:00

Stórtónleikar rytmískrar deildar MÍT

MÍT býður til stórtónleika 12. og 13 nóvember klukkan 17:00 í hátíðarsal FíH. Nemendur MÍT flytja lög Tómasar R. Einarssonar undir hans stjórn.

Söngstjóri er Guðlaug Ólafsdóttir og slagverksráðgjafi er Matthías Hemstock.

Öll eru velkomin!

Stórtónleikar rytmískrar deildar MÍT2022-11-02T14:24:45+00:00

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar MÍT í Neskirkju

Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist mun koma fram á tónleikum í Neskirkju, laugardaginn 12. nóvember kl. 14:00. Með hljómsveitinni koma fram tveir bráðefnilegir nemendur MÍT sem hlutu sigur úr býtum í einleikarakeppni skólans síðastliðið vor, þær Lilja Hákonardóttir flautuleikari sem flytur Concertino fyrir flautu Op. 107 eftir C. Chaminade og Matthildur Traustadóttir fiðluleikari sem flytur Poème Op. 25 eftir Chausson. Stjórnandi er Jósef Ognibene. Auk þess flytja kammerhópar nemenda úr skólanum kafla úr píanótríói eftir B. Smetana og blásararkvintett eftir C. Nilesen.
Aðgangur á tónleikana er ópkeypis og öll eru hjartanlega velkomin.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar MÍT í Neskirkju2023-03-07T08:58:21+00:00

MÍT leitar að deildarstjóra rytmískrar deildar og áfangastjóra!

Tvö spennandi störf við MÍT hafa nú verið auglýst laus til umsóknar.

Annars vegar starf deildarstjóra rytmískrar deildar og hins vegar starf áfangastjóra.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar og sækja um störfin hér:

https://alfred.is/starf/afangastjori-menntaskola-i-tonlist

https://alfred.is/starf/deildarstjori-rytmiskrar-deildar-mit

MÍT leitar að deildarstjóra rytmískrar deildar og áfangastjóra!2022-09-23T14:18:50+00:00

Samspilstónleikar rytmískrar deildar vorönn 2022

Hér er yfirlit yfir samspilstónleika rytmískrar deildar MÍT á vorönn 2022.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

25. 4. Hópur Andrésar Þórs Gunnlaugssonar á Skuggabaldri kl. 17:30
29.4. Söngdeild ásamt hópi Ingvars Alfreðssonar í Hátíðarsal FÍH kl. 20:00
30.4. Hópur Hilmars Jenssonar á Skuggabaldri kl. 16:00
10.5. Söngvinnubúðir í Stúdentakjallaranum kl. 17:00
10.5. Hópur Sigmars Þórs Matthíassonar í Stúdentakjallaranum kl. 20:00
11.5. Hópur Helga Reynis Jónssonar Austursal kl. 20:00
12.3. Hópur Leifs Gunnarssonar, Vestursal kl. 20:00
16.5. Hópur Ólafs Jónssonar í Stúdentakjallaranum kl. 18:00
18.5. Hópur Einars Scheving á Skuggabaldri kl. 21:15

Samspilstónleikar rytmískrar deildar vorönn 20222022-05-02T12:09:33+00:00

Uppskeruhátíð MÍT 2022 – tónleikaröð

MÍT kynnir með gleði vortónleikaröð þar sem fara í bland útskriftar- og framhaldsprófstónleikar nemenda MÍT og fjölbreyttir samleiks- og deildartónleikar.

Hér að neðan má sjá alla tónleika vorsins:

Tónleikar Staðsetning Dagsetning Tími
Gunnar Páll Gunnarsson, trommur (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 29.mars 20:30
Ari Páll Karlsson, söngur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 30.mars 20:00
Lilja Hákonardóttir, flauta (klassísk deild) Safnahúsið 3.apríl 15:00
Kári Egilsson, píanó  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 5.apríl 20:00
Ragnar Már Jónsson, saxófónn  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 6.apríl 20:00
Tónleikar klassískrar píanódeildar Salurinn, Kópavogi 7.apríl 18:00
Tónleikar klassískrar píanódeildar Salurinn, Kópavogi 7.apríl 19:30
Viktor Árni Veigarsson, bassi  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 8.apríl 20:00
Haukur Þór Valdimarsson, rafgítar  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 20.apríl 20:00
Fannar Sigurðsson, rafgítar  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 22.apríl 20:00
Samspilstónleikar rytmískar deildar (hópur Andrés Þórs) Skuggabaldur 25.apríl 17:30
Bergsteinn Sigurðarson, trommur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 25.apríl 20:30
Tónleikar strengjadeildar  (klassísk deild) Kirkja óháða safnaðarins frestast 18:00
Tónleikar strengjadeildar  (klassísk deild) Kirkja óháða safnaðarins frestast 19:30
Jakob Grétar Sigurðsson, trommur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 28.apríl 20:30
Daníel Kári Jónsson, horn  (klassísk deild) Sal, Skipholti 33 frestast 18:00
Samspilstónleikar (hópur Ingvars Alfreðssonar) ásamt rytmískri söngdeild Hátíðarsal, Rauðagerði 27 29.apríl 20:00
Kammertónleikar  (klassísk deild) Safnahúsið 30.apríl 12:00
Kammertónleikar  (klassísk deild) Safnahúsið 30.apríl 14:00
Bergþór Bjarkason, básúna  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 30.apríl 19:00
Samspilstónleikar rytmískar deildar (hópur Hilmars Jenssonar) Skuggabaldur 30.apríl 16:00
Andrea Ósk Jónsdóttir, píanó  (klassísk deild) Salur Tónlistarskóla Garðabæjar 30.apríl 16:00
Aron Andri Magnússon, rafgítar  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 2.maí 20:30
Anna Lilja Karlsdóttir, trompet  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 3.maí 19:00
Konstantín Shcherbak, mandólín  (klassísk deild) Sal, Skipholti 33 3.maí 19:30
Tónleikar Big Bands MÍT (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 3.maí 20:30
Þór Sverrisson, píanó  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 4.maí 20:00
Sigur H. Geirs, söngur  (klassísk deild) Sal, Skipholti 33 5.maí 19:30
Kári Haraldsson, píanó  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 5.maí 20:00
Anya Hrund  Shaddock, söngur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 6.maí 19:00
Emilía Rán Benediktsdóttir, fagott  (klassísk deild) Listasafn Sigurjóns Jónssonar 7.maí 11:00
Védís Helgadóttir, klarinetta  (klassísk deild) Listasafn Sigurjóns Jónssonar 7.maí 18:00
Jóhannes Guðjónsson, píanó  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 7.maí 20:00
Hanna Sóley Guðmundsdóttir, klarinetta  (klassísk deild) Safnahúsið 8.maí 11:00
Rut Sigurðardóttir, selló  (klassísk deild) Safnahúsið 8.maí 14:00
Árni Jökull Guðbjartsson, trommur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 8.maí 14:00
Guðjón Steinn Skúlason, saxófónn  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 8.maí 20:30
Róbert Aron Björnsson, saxófónn  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 9.maí 20:30
Tónleikar söngvinnubúða (rytmísk deild) Stúdentakjallarinn 10.maí 17:00
Gabríella Snót Schram, fiðla  (klassísk deild) Listasafn Sigurjóns Jónssonar 10.maí 19:30
Dagur Bjarki Sigurðsson, píanó  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 10.maí 20:00
Samspilstónleikar rytmískar deildar (hópur Sigmar Þór Matthíasson) Stúdentakjallarinn 10.maí 20:00
Pétur Nói Stefánsson, orgel  (klassísk deild) Dómkirkjan 12.maí 18:00
Stefán Nordal, píanó  (klassísk deild) Hannesarholt 12.maí 20:00
Sigurrós Jóhannesdóttir, söngur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 12.maí 20:00
Kjalar Martinsson Kollmar, söngur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 13.maí 19:00
Anna Kristín Sturludóttir, píanó  (klassísk deild) Hannesarholt 13.maí 18:00
Kjartan Kjartansson, trommur  (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 16.maí 20:00
Hinrik Þór Þórisson,trommur (rytmísk deild) Hátíðarsal, Rauðagerði 27 17.maí 20:00
Uppskeruhátíð MÍT 2022 – tónleikaröð2022-05-02T09:18:16+00:00

Fiðlumasterklassi með Simon Papanas í boði SÍ

Á morgun, föstudaginn 25. mars kl. 14:30-17:00 mun Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða strengjanemendum MÍT á fiðlumasterklassa með fiðluleikaranum Simon Papanas en hann er staddur hér á landi til að leika einleik með SÍ fim. 24. mars. Masterklassinn fer fram í sal MÍT í Skipholti.

Simon Papanas þykir frábær í miðlun og kennslu tónlistar og við erum afar þakklát SÍ fyrir þetta góða boð og vonum að sem flestir fiðlunemendur muni geta notið góðs af.

Fjórir nemendur MÍT munu spila á masterklassanum, þar af þrír sem sem munu spila fyrsta kaflann úr Fiðlukonsert nr. 5 eftir Mozart en það er einmitt verkið sem Papanas spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Það mun því gefast einstakt tækifæri til að fara á dýptina á þessu verki og ætti að vera mjög dýrmætt fyrir alla fiðlunemendur að hlusta á masterklassann en konsertinn er eitt helsta prufuspilsverkefni fiðluleikara um allan heim.

Svona lítur dagskráin út föstudaginn 25. mars:
14:30 Matthildur Traustadóttir
J.S. Bach: Sónata nr. 1 í g-moll, Adagio og byrjun úr Fúgu
15:10 Helga Diljá Jörundsdóttir
W. A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr, 1. Allegro aperto
15:50 Sara Karín Kristinsdóttir
W. A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5, 1. Allegro aperto
16:30 Austin Ching Yu Ng
Mozart: Fiðlukonsert nr. 5, 1. Allegro aperto

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fiðlumasterklassi með Simon Papanas í boði SÍ2022-03-24T10:38:54+00:00

Klassísk tónlistarveisla MÍT í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs

Menntaskóli í tónlist býður upp á stórglæsilega klassíska tónlistarveislu í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs þriðjudaginn 15. mars kl. 19:30.
Á tónleikunum munu nemendur klassískrar deildar skólans veita áheyrendum innsýn í einstaklega blómlegt starf vorannarinnar og bjóða upp á úrval fallegrar tónlistar. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Bach, Mozart, Puccini, Schumann, Brahms, Debussy, Liszt og Scriabin.

Við hvetjum auðvitað fólk til að mæta í Salinn í Kópavogi en einnig verður hægt að hlusta í beinu streymi hér: https://www.youtube.com/watch?v=hiIMmBcX2eI

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Klassísk tónlistarveisla MÍT í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs2022-03-15T13:20:39+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta

Go to Top