Minningasjóður Vilhjálms Vilhjálmssonar

Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af minningartónleikum um Vilhjálm sem haldnir voru í Laugardalshöll í október 2008. Markmið sjóðsins er að styrkja árlega til náms söngnemendur sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2022.

Minningasjóður Vilhjálms Vilhjálmssonar2022-03-11T10:53:43+00:00

Stuðmannaveisla og samstarf við Borgarholtsskóla

Menntaskóli í Tónlist býður upp á Stuðmannaveislu í hátíðarsal FÍH þann 12. og 13. mars næstkomandi kl. 20:00!

Á sýningunni munu söngnemendur rytmískrar söngdeildar MÍT flytja ástsælustu lög Stuðmanna ásamt átta manna hljómsveit. Hægt verður að mæta í sal en einnig verða tónleikarnir teknir upp og verða aðgengilegir síðar.

Aðgangur á sýninguna er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nemendur í verkefnastjórnun við MÍT sjá um kynningu á sýningunni og eru þeir eru þeir í samstarfi við nemendur á 2. ári í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla. Nemendur Borgarholtsskóla hönnuðu plakat fyrir sýninguna sem ber heitið Allt fyrir frægðina,en viðurkenningar voru veittar fyrir þrjár bestu tillögurnar og voru sigurvegararnir eftirfarandi:

  1. sæti     Árni Björn Þórisson
  2. sæti     Regína Lind Magnúsdóttir
  3. sæti     Andri Haukur Vilhelmsson

MÍT þakkar Borgarholtsskóla fyrir frábært samstarf og óskar sigurvegurum til hamingju!

Stuðmannaveisla og samstarf við Borgarholtsskóla2022-03-01T15:05:58+00:00

Jólatónleikar MÍT í Dómkirkjunni

Verið hjartanlega velkomin á jólatónleika MÍT í Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. des. kl. 19:30. Á tónleikunum munu nemendur úr klassískri deild skólans flytja fallega einleiks- og kammertónlist og verður hátíðlegur jólablær yfir dagskránni.
Vegna samkomutakmarkana munu aðeins boðsgestir geta hlustað á staðnum en hægt verður að hlusta á tónleikana í beinu streymi hér og einnig verður hægt að hlusta á tónleikana eftirá á þessum hlekk: https://youtu.be/WWTMfzwHv5s
Jólatónleikar MÍT í Dómkirkjunni2021-12-16T12:23:57+00:00

Samspilstónleikar rytmískrar deildar

Samspilshópar rytmískrar deildar MÍT halda allir tónleika í lok haustannar, ýmist stakir eða tveir saman.
Allir tónleikarnir fara fram í Rauðagerði 27.

Dagskráin er eftirfarandi:
25.11. kl. 20 Hópar Ólafs Jónssonar og Þorgríms Jónssonar í Hátíðarsal
29.11. kl. 20 Hópur Andrésar Þórs Gunnlaugssonar í Vestursal
30.11. kl. 20 Hópar Sigmars Þórs Matthíassonar og Helga Reynis Jónssonar í Hátíðarsal
7.12. kl. 18 Stórssveit MÍT undir stjórn Snorra Sigurðarsonar í Hátíðarsal
9.12. kl. 20:00 Hópar Leifs Gunnarssonar og Birgirs Bragasonar í Vestursal
12.12. kl. 15 Hópur Ingvars Alfreðssonar ásamt söngdeild í Hátíðarsal
Hópur Hilmars Jenssonar hefur þegar komið fram í sýningunni „Ameríska söngbókin“.

Samspilstónleikar rytmískrar deildar2021-11-25T08:08:06+00:00

MÍT leitar að kennara í raftónlist og hljóðtækni

MÍT leitar að kennara í raftónlist og hljóðtækni2021-11-08T11:25:14+00:00

Klassísk tónlistarveisla í salnum í Kópavogi

Menntaskóli í tónlist býður upp á stórglæsilega klassíska tónlistarveislu í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs þriðjudaginn 2. nóv. kl. 19:30.

Á tónleikunum munu nemendur klassískrar deildar skólans veita áheyrendum innsýn í einstaklega blómlegt starf haustannarinnar og bjóða upp á úrval fallegrar tónlistar. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Mozart, Beethoven, Bruch, Chopin, Ravel, Chaminade, Saint-Saëns og Áskel Másson.

Þess má geta að einleikarakeppni fór fram innan skólans fyrir skömmu og munu nokkrir af keppendum hennar koma fram á tónleikunum.

Við hvetjum auðvitað fólk til að mæta í Salinn í Kópavogi en einnig verður hægt að hlusta í beinu streymi hér: https://youtu.be/9EhJmYJwKb0

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Klassísk tónlistarveisla í salnum í Kópavogi2021-11-01T12:45:47+00:00

Fiðlumasterklassi með Sif Margréti Tulinius

Masterklassinn fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 15:00-17:00 í sal MÍT í Skipholti.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Flytjendur á masterklassanum:
15:00 Katrín Jónsdóttir – J. Brahms: Sonatensatz
15:30 Emilía Áróra Árnadóttir – M. Bruch: Konsert nr. 1 í g-moll op. 26, 1. kafli
16:00 Fanney Xiao Comte – É. Lalo: Symphonie espagnole, 1. kafli
16:30 Matthildur Traustadóttir – E. Chausson: Poéme Op. 25.

Um Sif Margréti Tulinius
Sif Margrét fiðluleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1991 undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hún hlaut Fulbright styrk til frekara náms í Bandaríkjunum og lauk B.A. gráðu með láði frá Oberlin háskóla í Ohio þar sem kennarar hennar voru Almita og Roland Vamos og síðar meistaragráðu frá New York í samstarfsverkefni milli Juilliard tónlistarháskólans og Stony Brook háskólans. Á námsárum sínum tók Sif þátt í fjölmörgum virtum tónlistarhátíðum, m.a. Aspen Music Festival, Tanglewood Music Festival og Prussia Cove Music Festival. Að námi loknu fluttist Sif til Evrópu og lék ásamt ýmsum tónlistar- hópum á fjölmörgum tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn og má þar m.a. nefna New York Symphonic Ensemble í NY og Japan, Ensemble Modern í Frankfurt og Münchener Kammer- orchester. Haustið 2000 keppti Sif um stöðu 2. konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands og var í kjölfarið ráðin til starfa. Hún gegndi því starfi allt til ársins 2016 er hún fluttist til Berlínar þar sem hún bjó um nokkurra ára skeið og lék ásamt fjölmörgum virtum tónlistarhópum og hljómsveitum, m.a. Berliner Philharmoniker og Potsdamer Kammerphilharmonie. Sif hefur verið atkvæðamikil í íslensku tónlistarlífi, hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. í flutningi á fiðlukonsertinum Offertorium eftir Sofiu Gubaidulina, Fylgjum Þorkels Sigurbjörnssonar og í flutningi á Partitu eftir Witold Lutoslawski. Hún hefur tekið þátt í flutningi kammertónlistar á öllum helstu kammertónlistarhátíðum landsins og hefur bæði, sjálfstætt og ásamt öðrum, tekið virkan þátt í flutningi nútímatónlistar. Hún hefur á undanförnum árum, samhliða tónleikahaldi gefið sér meiri tíma til kennslu, og starfar nú við fiðlukennslu og kammermúsík leiðsögn við Tónlistarskóla Kópavogs og við Listaháskóla Íslands. Í nóvember næstkomandi mun Sif Margrét standa fyrir tónleikaröð í Landakotskirkju sem ber yfirkriftina Bach og nútíminn þar sem hún mun á þrennum tónleikum flytja allar þrjár sónötur J.S. Bach ásamt því að frumflytja þrjú einleiksverk fyrir fiðlu eftir íslensk tónskáld sem samin voru sérstaklega fyrir hana.

Fiðlumasterklassi með Sif Margréti Tulinius2021-10-18T10:51:31+00:00

Ásta Dóra leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Við vekjum athygli á því að Ásta Dóra Finnsdóttir, nemandi við MÍT, leikur píanókonsert nr. 2 eftir Dimitri Shostakovitsj með Sinfóníuhljómsveit íslands miðvikudaginn 6. október næstkomandi. Við óskum henni góðs gengis og hlökkum mikið til tónleikanna!

Ásta Dóra leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands2021-10-05T11:51:48+00:00

Fiðlumasterklass og tónleikar með David Bowlin

Þriðjudaginn 7. september kl. 18:00-20:30 mun David Bowlin, fiðluleikari og prófessor við Oberlin Conservatory of Music, halda masterklass í sal MÍT í Skipholti. Masterklassinn hefst kl. 18:00 á stuttum tónleikum David Bowlin og píanóleikarans Tony Cho og síðan munu fjórir fiðlunemendur úr MÍT spila fyrir hann.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
Flytjendur á masterklassanum:
Þórunn Sveinsdóttir: Bruch konsert í g-moll, 1. kafli
Austin Ching Yu Ng: Saint-Saens konsert nr. 3, 1. kafli
Margrét Lára Jónsdóttir: Mozart konsert nr. 5, 1, kafli
Sara Karín Kristinsdóttir: Bruch konsert í g-moll, 1. kafli
Um David Bowlin:
David Bowlin has won critical acclaim for his performances of a wide range of repertoire from the New York Times, Chicago Tribune, the Chicago Sun-Times, and many others. First prize winner of the 2003 Washington International Competition, Bowlin has performed as a soloist across the U.S. and abroad with recent appearances at the Aspen Music Festival, with the Arktisk Sinfonietta, and the La Jolla Symphony. Among his dozens of premieres are violin concerti written for him by Marcos Balter and Alexandra Hermentin, performed at Lincoln Center’s Mostly Mozart Festival and at Carnegie Hall’s Weill Recital Hall.
Bowlin is a member of the Oberlin Trio, and a founding member of the International Contemporary Ensemble. He has performed as a guest with the Juilliard Quartet, with members of the Emerson and Brentano Quartets, and with pianists Mitsuko Uchida, Richard Goode, and Jonathan Biss. He has made several tours with Musicians from Marlboro and has been a guest artist with many organizations, including the Boston Chamber Music Society, ChamberFest Cleveland, the Banff Centre, and Chamber Music Chicago. Together with his duo partner, pianist Tony Cho, Bowlin has performed in recital across the United States and in South Korea.
Bowlin currently serves as Professor of Violin and Chair of Strings at the Oberlin Conservatory of Music, and in the summer has served on the faculties of the Kneisel Hall Chamber Music Festival and the Bowdoin International Music Festival, among others. He is a graduate of the Oberlin Conservatory, the Juilliard School, and Stony Brook University.
Fiðlumasterklass og tónleikar með David Bowlin2021-09-06T12:47:07+00:00

Masterclass með Thomas Backman kvartettinum

Kvartett sænska saxófónleikarans Thomas Backman spilar og kynnir tónlist sína í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði fimmtudaginn 2. september 2021 kl 20:30. Kvartettinn mun spila, spjalla og svara spurningum í u.þ.b. klukkutíma.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. MÍT, FÍH og LHÍ standa sameiginlega að þessum viðburði.
Thomas Backman: saxófónn/klarínett
Josefine Lindstrand: söngur/hljómborð
Oskar Schönning: bassi/gítar
Julia Schabbauer: trommur/söngur
Masterclass með Thomas Backman kvartettinum2021-08-31T11:53:58+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta

Go to Top