Masterklassinn fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 15:00-17:00 í sal MÍT í Skipholti.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Flytjendur á masterklassanum:
15:00 Katrín Jónsdóttir – J. Brahms: Sonatensatz
15:30 Emilía Áróra Árnadóttir – M. Bruch: Konsert nr. 1 í g-moll op. 26, 1. kafli
16:00 Fanney Xiao Comte – É. Lalo: Symphonie espagnole, 1. kafli
16:30 Matthildur Traustadóttir – E. Chausson: Poéme Op. 25.

Um Sif Margréti Tulinius
Sif Margrét fiðluleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1991 undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hún hlaut Fulbright styrk til frekara náms í Bandaríkjunum og lauk B.A. gráðu með láði frá Oberlin háskóla í Ohio þar sem kennarar hennar voru Almita og Roland Vamos og síðar meistaragráðu frá New York í samstarfsverkefni milli Juilliard tónlistarháskólans og Stony Brook háskólans. Á námsárum sínum tók Sif þátt í fjölmörgum virtum tónlistarhátíðum, m.a. Aspen Music Festival, Tanglewood Music Festival og Prussia Cove Music Festival. Að námi loknu fluttist Sif til Evrópu og lék ásamt ýmsum tónlistar- hópum á fjölmörgum tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn og má þar m.a. nefna New York Symphonic Ensemble í NY og Japan, Ensemble Modern í Frankfurt og Münchener Kammer- orchester. Haustið 2000 keppti Sif um stöðu 2. konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands og var í kjölfarið ráðin til starfa. Hún gegndi því starfi allt til ársins 2016 er hún fluttist til Berlínar þar sem hún bjó um nokkurra ára skeið og lék ásamt fjölmörgum virtum tónlistarhópum og hljómsveitum, m.a. Berliner Philharmoniker og Potsdamer Kammerphilharmonie. Sif hefur verið atkvæðamikil í íslensku tónlistarlífi, hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. í flutningi á fiðlukonsertinum Offertorium eftir Sofiu Gubaidulina, Fylgjum Þorkels Sigurbjörnssonar og í flutningi á Partitu eftir Witold Lutoslawski. Hún hefur tekið þátt í flutningi kammertónlistar á öllum helstu kammertónlistarhátíðum landsins og hefur bæði, sjálfstætt og ásamt öðrum, tekið virkan þátt í flutningi nútímatónlistar. Hún hefur á undanförnum árum, samhliða tónleikahaldi gefið sér meiri tíma til kennslu, og starfar nú við fiðlukennslu og kammermúsík leiðsögn við Tónlistarskóla Kópavogs og við Listaháskóla Íslands. Í nóvember næstkomandi mun Sif Margrét standa fyrir tónleikaröð í Landakotskirkju sem ber yfirkriftina Bach og nútíminn þar sem hún mun á þrennum tónleikum flytja allar þrjár sónötur J.S. Bach ásamt því að frumflytja þrjú einleiksverk fyrir fiðlu eftir íslensk tónskáld sem samin voru sérstaklega fyrir hana.