Menntaskóli í tónlist býður upp á stórglæsilega klassíska tónlistarveislu í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs þriðjudaginn 15. mars kl. 19:30.
Á tónleikunum munu nemendur klassískrar deildar skólans veita áheyrendum innsýn í einstaklega blómlegt starf vorannarinnar og bjóða upp á úrval fallegrar tónlistar. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Bach, Mozart, Puccini, Schumann, Brahms, Debussy, Liszt og Scriabin.

Við hvetjum auðvitað fólk til að mæta í Salinn í Kópavogi en einnig verður hægt að hlusta í beinu streymi hér: https://www.youtube.com/watch?v=hiIMmBcX2eI

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!