MÍT stendur fyrir stórglæsilegum nemendatónleikum í Kaldalóni, Hörpu sunnudaginn 17. mars kl. 14:00 þar sem flutt verður blönduð efnisskrá bæði klassískrar og rytmískrar tónlistar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir endurspegla fölbreytt námsúrval skólans og víða tónlistarlega sýn en fram koma nemendur úr öllum deildum MÍT, meðal annars stórsveit, jazzhljómsveit, kammertónlist og söngvaskáld.

Á tónleikunum fáum við einnig að heyra sigurlag úr Lagasmíðakeppni NFMÍT & FÍH en hún fór fram í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag, en það var Þór Sverrisson sem hreppti fyrsta sætið.  Keppnin er skipulögð af nemendafélaginu sem hefur verið skemmtilega virkt í vetur og hélt til að mynda frábæra tónleika nú í febrúar sem voru tileinkaðir Arethu Franklin.