Sálargyðjan Aretha Franklin lést þann 16. ágúst á síðasta ári. Hún skildi eftir sig ógrynni laga og munu nemendur MÍT flytja nokkur þeirra og heiðra þar með þessa merku söngkonu. Í sýningunni koma fram 10 söngkonur úr skólanum ásamt 10 manna hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og söngkennarans Maríu Magnúsdóttur. Chantelle Carey sér um hreyfingu og framkomu. Lög svo sem Respect, Think, Chain of Fools og I Say a Little Prayer munu hljóma í bland við önnur sígild lög söngkonunnar.

Sýningar verða í Hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, föst. 1. feb. og sun. 3. feb. kl. 20:00.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!