Heim2019-06-07T13:24:36+00:00

Með námi á tónlistarbraut A er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á tónlistarbraut B er líkt og á tónlistarbraut A lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

OPIÐ HÚS Í MÍT

Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 15:00- 18:00 verður haldið opið hús í MÍT, þar sem áhugasamir nemendur, foreldrar og aðrir sem vilja kynna sér starfsemi skólans geta komið í heimsókn og fræðst um skólastarfið og námsframboð skólans. Opna [...]

YFIRLÝSING FRÁ MÍT

Samstaða kvenna og reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa hrist upp í íslensku samfélagi á undanförnum vikum.  Nú hafa konur í tónlist og í menntastofnunum stigið fram og sagt frá eigin reynslu af áreitni, [...]

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta