Heim2020-06-19T10:20:57+00:00

Skóladagatal MÍT 2020-2021

Með námi á stúdentsbraut er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á almennri braut er líkt og á stúdentsbraut lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

LEIKLISTARUPPÁKOMA FÖST. 17. MAÍ

Föstudaginn 17. maí er síðasti kennsludagur leiklistaráfangans sem kenndur er við MÍT.  Til að fagna leiðarlokum verður blásið til stuttrar uppákomu (ca 30-40 mín)  í Vestursal, Rauðagerði 27, kl. 16:30. Nemendur áfangans ásamt kennaranum, Erni Árnasyni, fara [...]

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta