Heim2020-06-19T10:20:57+00:00

Skóladagatal MÍT 2020-2021

Með námi á stúdentsbraut er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.

Með námi á almennri braut er líkt og á stúdentsbraut lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.

TÓNLEIKAR SAMSPILSHÓPA RYTMÍSKRAR DEILDAR

Tónleikar samspilshópa rytmískrar deildar MÍT fyrir jól: 25.11 Ásgeir kl 20:30 í Vestursal 4.12 Ólafur og Þorgrímur í Hátíðarsal kl 19 9. 12 Andrés og Hilmar kl 18 í Austursal 9. 12 Sigmar í Kornhlöðunni, Bankastræti 5 kl [...]

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR, 30.NÓVEMBER

Aðrir kammertónleikar skólaársins verða haldnir í Kirkju óháða safnaðarins næsta laugardag klukkan 14:00. Efnisskráin er spennandi og skemmtileg, en þar verða meðal annars leikin verk eftir Schumann, Beethoven Nino Rota og Mendelsohn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

MASTERCLASS – ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON, FIÐLULEIKARI

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, leiðari 2. fiðlu í Fílharmóníuhljómsveit Helsinki heldur masterklass í sal MÍT Skipholti 33, 3.hæð miðvikudaginn 23. október kl. 16:00 – 19:00! Fiðlunemendur MÍT koma fram. Aðgangur ókeypis og öllum heimill! [...]

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta