About tonoadmin2016

This author has not yet filled in any details.
So far tonoadmin2016 has created 40 blog entries.

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Í KALDALÓNI

MÍT stendur fyrir stórglæsilegum nemendatónleikum í Kaldalóni, Hörpu sunnudaginn 17. mars kl. 14:00 þar sem flutt verður blönduð efnisskrá bæði klassískrar og rytmískrar tónlistar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir endurspegla fölbreytt námsúrval skólans og víða tónlistarlega sýn en fram koma nemendur úr öllum deildum MÍT, meðal annars stórsveit, jazzhljómsveit, kammertónlist og söngvaskáld.

Á tónleikunum fáum við einnig að heyra sigurlag úr Lagasmíðakeppni NFMÍT & FÍH en hún fór fram í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag, en það var Þór Sverrisson sem hreppti fyrsta sætið.  Keppnin er skipulögð af nemendafélaginu sem hefur verið skemmtilega virkt í vetur og hélt til að mynda frábæra tónleika nú í febrúar sem voru tileinkaðir Arethu Franklin.

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Í KALDALÓNI2019-03-14T15:43:36+00:00

ARETHA FRANKLIN SÖNGSÝNING

Sálargyðjan Aretha Franklin lést þann 16. ágúst á síðasta ári. Hún skildi eftir sig ógrynni laga og munu nemendur MÍT flytja nokkur þeirra og heiðra þar með þessa merku söngkonu. Í sýningunni koma fram 10 söngkonur úr skólanum ásamt 10 manna hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og söngkennarans Maríu Magnúsdóttur. Chantelle Carey sér um hreyfingu og framkomu. Lög svo sem Respect, Think, Chain of Fools og I Say a Little Prayer munu hljóma í bland við önnur sígild lög söngkonunnar.

Sýningar verða í Hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, föst. 1. feb. og sun. 3. feb. kl. 20:00.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

ARETHA FRANKLIN SÖNGSÝNING2019-01-24T13:25:29+00:00

TVÆR ÆVINTÝRAÓPERUR

Laugardaginn 2. febrúar munu Menntaskóli í tónlist og leikfélagið Hugleikur frumsýna tvær íslenskar óperur byggðar á þekktum ævintýrum.

Fyrir hlé birtast Þyrnirós, prins og norn í splunkunýrri óperu sem nefnist
Ár og öld. Ungur prins hefur brotist í gegnum þyrnigerði og kemur inn í höll þar sem allir hafa sofið í hundrað ár en ævintýrið tekur óvænta stefnu þegar prinsinn gerir þau reginmistök að vekja nornina á undan Þyrnirós.

Eftir hlé er það svo flagðið Gilitrutt sem blekkir hina húðlötu Ragnhildi en bóndi hennar og gimbrin Golsa koma til bjargar. Gilitrutt var fyrst flutt fyrir tíu árum síðan en um er að ræða frumflutning á
Ár og öld.

Höfundur texta og tónlistar er Þórunn Guðmundsdóttir sem jafnframt leikstýrir verkunum. Kári Þormar stjórnar átta manna kammerhljómsveit og á sviðinu verða sex einsöngvarar, þrettán manna kór og ein gimbur. Sýningin er hugsuð jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Sýningar verða í Iðnó lau. 2. og sun. 3. febrúar kl. 14.00 og mán. 4. febrúar kl. 20.00. Miðaverð er 2.500kr / 1.000kr fyrir 12 ára og yngri. Miðasala fer fram á tix.is og við innganginn.

TVÆR ÆVINTÝRAÓPERUR2019-01-24T13:22:03+00:00

MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR Á VORÖNN 2019

Þri. 22. jan. – Tæknipróf strengjadeildar

Föst. 1. og sun. 3. feb. kl. 20:00 í Hátíðarsal FÍH – Aretha Franklin söngsýning rytmískrar deildar MÍT

Lau. 2. og sun. 3. feb. kl. 14:00 og mán. 4. feb. kl. 20:00 í Iðnó- Tvær ævintýraóperur eftir Þórunni Guðmundsdóttur

Vikan 4. – 8. feb. – Forpróf í rytmískri deild

Mán. 18. feb. – Tæknipróf píanódeildar (klassísk deild)

Lau. 23. feb. kl. 17:00 í Neskirkju – Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar MÍT

Föst. 1. mars – Forpróf í klassískri deild

Föst. 8. mars – Einleikaraprufuspil fyrir Sinfóníuhljómsveit MÍT

14. – 16. mars í Laugardalshöll – Framhaldsskólakynning

Sun. 17. mars kl. 14:00 í Kaldalóni – Hátíðartónleikar rytmískrar og klassískrar deildar MÍT

Föst. 22. og lau. 23. mars Grieg festival, samstarfsverkefni LHÍ og MÍT

Mið. 27. mars kl. 19:30 í Háteigskirkju – Blásaratónleikar (klassísk deild)

​1. og 2. apríl – Aukahljóðfærapróf – klassísk deild

Mið. 3. apríl kl. 18:00 og 20:00 í Hannesarholti – Vortónleikar klassískrar píanódeildar

Lau. 6. apríl kl. 14:00 – Kammertónleikar

Vikan 8. – 12. apríl – Vörðu- og áfangapróf – ENGIN KENNSLA

Lau. 13. apríl kl. 12:30 í Hannesarholti – Hafsteinn Rúnar Jónsson burtfararpróf, píanó

13. – 22. apríl – Páskafrí. Kennsla hefst 23. apríl.

29. – 30. apríl – Hljóðfæra – og söngpróf í klassískri deild

Lau. 4. maí – Inntökupróf í MÍT

Vikan 6. – 10. maí – Próf í bóklegum greinum

Mið. 29. maí í Veröld húsi Vigdísar – Útskrift MÍT

MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR Á VORÖNN 20192019-01-24T11:08:56+00:00

SAMSPILSTÓNLEIKAR RYTMÍSKRAR DEILDAR

Sampilstónleikar rytmísku deildarinnar í desember 2019
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

6. des. kl. 20:30 í Hátíðarsal FÍH
Hópar Ólafs Jónssonar og Þorgríms Jónssonar

7. des. kl 19:00 í Hátíðarsal FÍH
Hópur Hilmars Jenssonar

9. des. kl. 14:15 í Hörpuhorni, Hörpu
Stórsveit MÍT undir stjórn Snorra Sigurðarsonar

10. des. kl 19:00 í Hátíðarsal FÍH
Hópar Andrésar Þórs Gunnlaugssonar og Birgis Bragasonar

11. des. kl 19:30 í Hátíðarsal FÍH
Hópar Þórðar Árnasonar og Róberts Þórhallsonar

12. des. kl. 20:00 á Vinyl, Hverfisgötu 76.
Hópur Einars Scheving

17. des. kl 20:00 í Hátíðarsal FÍH (óstaðfest)
Hópar Hauks Gröndal og Óskars Guðjónssonar

SAMSPILSTÓNLEIKAR RYTMÍSKRAR DEILDAR2018-12-05T16:31:21+00:00

PRÓFTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR

Í lok haustannar koma nemendur klassískrar brautar fram á próftónleikum. Tónleikarnir fara fram í salnum í Skipholti 33 og eru allir velkomnir.

Mið. 28. nóv. kl. 17:00 – óbó og flauta
Nemendur Áshildar Haraldsdóttur, Magneu Árnadóttur, Matthíasar Birgis Nardeau

Mið. 28. nóv. kl. 20:00 – klarinett, fagott og flauta
Nemendur Arngunnar Árnadóttur, Brjáns Ingasonar, Emilíu Rósar Sigfúsdóttur, Hafsteins Guðmundssonar og Sigurðar I. Snorrasonar

Fim. 29. nóv. kl. 18:00 – píanó
Nemendur Kristins Arnar Kristinssonar, Kristjáns K. Bragasonar, Peters Máté, Svönu Víkingsdóttur, Þórhildar Björnsdóttur

Föst. 30. nóv. kl. 16:00 – básúna, horn, trompet, túba
Nemendur Eiríks Arnar Pálssonar, David Charles Bobroff, Jósefs Onibene, Nimrod Haim Ron og Odds Björnssonar

Mán. 3. des. kl. 19:00 – fiðla
Nemendur Auðar Hafsteinsdóttur og Lin Wei

Fim. 6. des. kl. 18:00 – söngur
Nemendur Alinu Dubik, Hlínar Pétursdóttur, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Þórunnar Guðmundsdóttur

Mán. 10. des. kl. 18:00 – fiðla og víóla
Nemendur Guðnýjar Guðmundsdóttur og Þórunnar Óskar Marinósdóttur

Mið. 12. des. kl. 19:30 – fiðla og gítar
Nemendur Bryndísar Pálsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur og Svans D. Vilbergssonar

Fim. 13. des. kl. 18:00 – selló og kontrabassi
Nemendur Hávarðar Tryggvasonar, Sigurðar Bjarka Gunnarssonar og Sigurgeirs Agnarssonar

PRÓFTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR2018-11-28T13:14:49+00:00

SÖNGSÝNING TIL HEIÐURS MAGNÚSI ÞÓR SIGMUNDSSYNI

MÍT heldur söngsýningu undir yfirskriftinni „Sú ást er heit“ til heiðurs söngvaskáldinu Magnúsi Þór Sigmundssyni í hátíðarsal F.Í.H., Rauðagerði 27, laugardag og sunnudag 24. og 25. nóvember kl. 15 báða dagana.  Fram koma 12 söngvarar og 11 manna hljómsveit undir stjórn Agnars Más Magnússonar.  Flutt verður fjölbreytt úrval tónlistar frá ferli Magnúsar.  Aðgangseyrir er kr 2000 og miðar fást við innganginn.

SÖNGSÝNING TIL HEIÐURS MAGNÚSI ÞÓR SIGMUNDSSYNI2018-11-23T12:30:26+00:00

KAMMERTÓNLEIKAR Í NORRÆNA HÚSINU

Laugardaginn 17. nóv. kl. 14:00 verða kammertónleikar á vegum MÍT í Norræna húsinu. Efnisskráin er sérlega glæsileg en flutt verða kammerverk eftir L. v. Beethoven, J. Haydn, , E. Grieg, S. Prokoffiev, P. Dukas, G. Bacewicz, Jón Ásgeirsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

KAMMERTÓNLEIKAR Í NORRÆNA HÚSINU2018-11-09T15:27:20+00:00

ORGELTÓNLEIKAR PÍANÓDEILDAR MÍT

Sunnudaginn 28. október kl. 14:00 heldur píanódeild MÍT tónleika í Dómkirkjunni.

Þar munu píanónemendur leika á orgel verk eftir J. S. Bach en tónleikarnir eru afrakstur námskeiðs sem staðið hefur yfir síðastliðnar 2 vikur undir stjórn Kára Þormar.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

ORGELTÓNLEIKAR PÍANÓDEILDAR MÍT2018-10-26T14:51:53+00:00

TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR MÍT

Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju laugardaginn 20. október kl 17:00. Flutt verða Fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og Sinfónía nr. 8 eftir A. Dvořák.  Stjórnandi er Sigurgeir Agnarsson og einleikari Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir.

Aðgangur að tónleikum er ókeypis og allir velkomnir!

TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR MÍT2018-10-26T14:53:26+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta