Hæfniþrep: 2 (1.1, 1.2) og 3 (2.1, 2.2, 3.1, 3.2)

Einingafjöldi: 8

Viðfangsefni: Hljóðfæraleikur eða söngur á sviði rytmískrar tónlistar.

Lýsing: Einkanám í hljóðfæraleik eða söng á sviði rytmískrar tónlistar með áherslu á spuna.

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik eða söng. Miðpróf í tónfræði.

Þekkingarviðmið:

Nemandi hafi öðlast þekkingu og skilning á tæklegum forsendum hljóðfærisins og stílrænum forsendum rytmískrar tónlistar og spuna miðað við viðkomandi námsstig.



Leikniviðmið:

Nemandi hafi annarsvegar öðlast aukið vald á hljóðfæri sínu í almennum skilningi en hinsvegar þroskast í spuna, hendingamótun og stílskilningi rytmískrar tónlistar. 



Hæfniviðmið:

Nemandi sé hæfur til að leika eða syngja rytmíska tónlist á sannfærandi máta miðað við námsstig.



Námsmat: Einkunn gefin samkvæmt mætingu og almennri ástundun.

Til baka í áfangayfirlit.