Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Hljóðfærafræði, ritháttur helstu hljóðfæra í rytmískri tónlist, form útsetninga, laglínutúlkun, raddsetningaraðferðir, endurhljómsetning nálgunarnótna, mótlína, frágangur raddskráa og parta.

Lýsing: Í áfanganum er farið í grunnatriði djassútsetninga þar sem jafnvægi er á lóðrétta og lárétta nálgun útsetningar. Við einblínum á að tjá okkur á skýran og lagrænan hátt í útsetningum sem og skilmerkilegri framsetningu parta og raddskrár sem skilar sér í ánægjulegri upplifun og spilun hljóðfæraleikarans. Það er ekkert lokapróf í áfanganum heldur eru smærri heimaverkefni jafnt og þétt yfir önnina. Lokaverkefni er fullbúin útsetning á djassstandard fyrir 4 blásara og hrynsveit tilbúin til spilunar. Verkefnaskil fara fram í gegnum nótnaskriftarforrit. Nemendur eru hvattir til að kynna sér nótnaskriftarforrit fyrir áfangann. Hafið samband við kennarann fyrir nánari upplýsingar.

Forkröfur: Rytmísk hljómfræði 2.2

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu raddsetningaraðferðum fyrir tvo og fjóra blásara
  • Notagildi laglínugreiningar með tilliti til endurhljómsetningar nálgunarnótna
  • Formi og helstu köflum útsetningar og hvernig þeir tengjast saman
  • Helstu hljóðfærum í rytmískri tónlist, takmörkum þeirra og eiginleikum
  • Góðum frágangi á raddskrá og pörtum


Leikniviðmið:

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nálgast útsetningarferlið á skilvirkan hátt
  • Beita bæði kerfisbundnum aðferðum sem og listrænum við gerð útsetningar
  • Útsetja fyrir hefðbundna hrynsveit og algengustu blásturshljóðfæri í djassstíl
  • Skila af sér skýrum og fullbúnum pörtum og raddskrá tilbúnum til spilunar


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útsetja eigin tónsmíð eða annarra
  • Útsetja fyrir nemendur í kennslu eða önnur tilefni í kennslustofnunum
  • Geta leitt æfingar á eigin útsetningum


Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum, heimaverkefni og lokaútsetning reiknast til lokaeinkunnar.

Til baka í áfangayfirlit.