Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Samleikur á fjölbreyttu sviði stórsveitatónlistar eftir getu- og viðkomandi nemendahóps.

Lýsing: Samleikur í hefðbundinni stórsveit (5 saxófónar, 4 trompetar, 4 básúnur, píanó, gítar, bassi og trommur).

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik. Inntaka efti stöðupróf. Nemendum valdir í sveitina eftir getustigi og reynslu.

Þekkingarviðmið:

Nemandi hafi öðlast haldgóða reynslu í hljóðfæraleik í stórsveit, þekkingu á ólíkum stíbrigðum og kunnáttu í viðeigandi leikmáta.



Leikniviðmið:

Nemandi hafi öðlast leikni hljóðfæraleik í stórsveit, bæði hvað varðar skrifaðan samleik og spuna. Þekki ólíka stíla stórsveitatónlistar, m.a. eftir mismunandi tímabilum jazzsögunnar, kunni skil á viðeigandi stíleinkennum og hendingamótun ss tungunotkun, lengd nótna, styrkjafnvægi o.s.frv. Hafi einnig þjálfast í samvinnu, lært að taka tillit til annara, leiða og fylgja eftir því hvaða rödd er leikin. Hafi lært að fylgja bendingum stjórnanda og taka leiðsögn.



Hæfniviðmið:

Nemandi sé hæfur til að leika í stórsveit á sannfærandi máta. 



Námsmat: Einkunn gefin samkvæmt mætingu og almennri ástundun.

Til baka í áfangayfirlit.