Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Saga kvikmyndatónlistar og tónlist samin við myndefni.

Lýsing: Í áfanganum verður farið á hundavaði yfir sögu kvikmyndatónlistar frá upphafi iðnaðarins til dagsins í dag. Mikilvæg tónskáld tekin fyrir sem og tónsmíðaaðferðir. Nemendur fá að spreyta sig á að semja fyrir myndefni og nýta til þess digital audio workstations (DAWs) og stafrænar útgáfur af hljóðfærum unnar með midi.

Forkröfur: Hljóðtækni 1.1 eða Raftónlist 1.1

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu sögu kvikmyndatónlistar frá upphafi iðnaðarins til dagsins í dag, og helstu aðferðum sem notaðar hafa verið við kvikmyndatónsmíðar í aldanna rás.
  • aðferðum við að semja tónlist við myndefni notandi Digital Audio Workstations (DAWs) og stafræn hljóðfæri (virtual instruments).


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • semja einfalda tónlist við myndefni.
  • notast við stafræn hljóðfæri og DAWs í tónsmíðum.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja hvernig tónlist hefur tilfinningaleg áhrif á myndefni.
  • komið kvikmyndatónsmíð frá hugmyndastigi yfir á stafrænt form með aðstoð DAWs og stafrænna hljóðfæra.


Námsmat: Einkunn er byggð á verkefnum og ástundun.

Til baka í áfangayfirlit.