Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Jazztónsmíðar fyrir hljóðfæri og söng.

Lýsing: Áfanginn er framhaldsáfangi í jazztónsmíðum.Í áfanganum semja nemendur jazzlög samkvæmt vikulegum verkefnum sem kennari setur fyrir. Nemendur flytja verk sín og annara nemenda í tímum. Einnig fræðast þeir um jazztónsmíðar ólíkra stíla og einstaklinga í gegnum hlustun, umræður og gestafyrirlesara.

Forkröfur: Jazztónsmíðar 1.1

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • ólíkum stílum jazztónlistar
  • ólíkum tónsmíðaaðferðum
  • aðferðum og hefðum í gerð lagblaða (lead sheet)
  • jazztónsmíðum nýrri stíla
  • helstu tónsmíðaaðferðum klassískrar tónlistar sem nýta má í jazztónlist


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • semja lög við texta
  • semja lög í lengri kaflaskiptum formum
  • semja lög í óreglulegri formum
  • semja lög byggð á tólftónaröð
  • semja lög í ólíkum eldri stílum svo sem bebop, bossa nova, modal og free.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta samið áheyrileg jazzlög í ólíkum stílum
  • geta sett fjölbreytileg jazzlög skýrt og skilmerkilega fram á nótum samkvæmt ríkjandi hefðum í lagblaðagerð
  • leggja grunn að persónulegum jazztónsmíðastíl


Námsmat: Einkunn er byggð á reglulegum verkefnaskilum í formi tónsmíða, mætingu og þáttöku í umræðum.

Til baka í áfangayfirlit.