Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Námskeiðið fer fram í hóptímum og skiptist í fyrirlestra og málstofur. Kynnt eru ýmis hugtök og aðferðir í tónsmíðum með það að leiðarljósi að afhjúpa leiðir til að hlusta á, hugsa um og skapa tónlist. Áhersla verður lögð á að þroska og efla nemendur í tónsmíðanálgun sinni en einnig að útvíkka þekkingu þeirra á jaðarpopptónlist samtímans. Spiluð verður tónlist og fjallað um mismunandi nálganir á aðferðum popplagasmíða. Skoðaðar verða útsetningar og pródúksjón popplaga og munurinn á einföldum og flóknum lagasmíðum.

Lýsing: Nemendur taka stundum virkan þátt í að velja tónlist fyrir tímana, tónlist sem hefur snert nemendur á einhvern hátt. Virk hlustun og gagnrýni er mikilvæg. Hvaða tilfinningar vakna við mismunandi tónlist. Skoðum listamenn sem nota<br /> ögrandi jaðartónlist til að skapa sinn hljóðheim og höfum reglulega sýnitíma þar sem við hlustum á tónlist hvors annars og gefum jákvæða og peppandi gagnrýni.

Forkröfur: Lagasmíðar 1.2

Þekkingarviðmið:

Leikniviðmið:

Hæfniviðmið:

Nemandi hafi grunnþekkingu á hljómum (einu hljómahljóðfæri) og laglínum, eða geti unnið sjálfstætt gegnum upptökuforrit (t.d. Live, FL, Logic). Nemandi hafi öðlast reynslu í að semja lög/tónlist (m.a. úr áfanganum Lagasmíðar 1.1) Í lok námskeiðs eiga nemendur að: • Hafa tileinkað sér mismunandi aðferðir við lagasmíðar • Hafa hugrekki til að taka áhættu í lagasmíðum og ögra sjálfum sér • Nota jákvæða gagnrýni í eigin lagasmíðum



Námsmat: Verkefni yfir önnina:<br /> Uppskrift 1 (5%)<br /> Uppskrift 2 (5%)<br /> Verkefni 1 (5%)<br /> Verkefni 2 (5%)<br /> Verkefni 3 (5%)<br /> Verkefni 4 (5%)<br /> Verkefni 5 (5%)<br /> ———<br /> Ástundun, umræður og þátttaka í tímum 25%<br /> Lokamappa: 40%

Til baka í áfangayfirlit.