Sigurður Flosason lauk einleikarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum. Lauk Bachelors- og Mastersprófum (1986 og 88) frá Indiana University í klassískum saxófónleik og jazzfræðum. Aðalkennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Framhaldsnám hjá hjá George Coleman í New York 1988-89.

Sigurður er með afkastamestu tónlistarmönnum þjóðarinnar og starfar á ólíkum sviðum íslensks tónlistarlífs. Geisladiskar hans, hátt á þriðja tug, spanna vítt tónlistarlegt svið. Sigurður hefur leikið mikið erlendis, bæði í eigin verkefnum og fjölþjóðlegum samstarfsverkenfum. Hann hefur sjö sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hefur einnig hlotið tilnefningar til Dönsku tónlistarverðlaunanna og Tónlistarverðlauna DV.

Sigurður hefur verið aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. frá 1989. Hann hefur haldið fjölmörg námskeið víða um land og erlendis, stýrt námskrárgerð og sinnt margvíslegum stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Þá hefur hann verið formaður stjórnar Stórsveitar Reykajvíkur um langt árabil og stjórnandi margra verkefna hljómsveitarinnar.

Netfang: sigurdur@menton.is
Símanúmer: 861 2664

Til baka í kennarayfirlit