Ríkharður hóf ferilinn sem rokktónlistarmaður en lauk síðan klassísku gítarnámi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og tónsmíðanámi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir það stundaði hann tónsmíðanám við Manhattan School of Music, New York; Accademia Chigiana, Siena; og Konunglega Tónlistarháskólann í Haag, auk þess að nema raftónlist við Instituut voor Sonologie í Haag og sækja námskeið í tölvutónsmíðum við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam og sumarskólann í Darmstadt. Þar að auki lauk hann gítarkennaranámi við Tónlistarskólann í Reykjavík og námi í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Ríkharður hefur samið bæði hljóðfæratónlist og raftónlist og hafa verk hans verið flutt víða um heim. Seinni árin stefnir tónlist hans í grundvallaratriðum í tvær áttir. Annars vegar gerir hann hreina raftónlist þar sem mest er lagt upp úr ummyndunum á náttúruhljóðum og hreyfingu þeirra í rými. Hins vegar er lifandi spunatónlist, þar sem hann leikur á rafgítar eða ýmis tölvuhljóðfæri og þróar hljóð þeirra áfram með tölvutækni.

Auk þess að starfa sjálfstætt er hann meðlimur í hljómsveitunum Icelandic Sound Company og Fræbbblunum.

Ríkharður kennir tónsmíðar, raftónlist og tónlistarsögu við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs, og tónlistarsögu við Tónlistarskólann í Reykjavík (nú Menntaskóli í tónlist, MÍT).

Hann fékk Menningarverðlaun DV árið 2001 og “mention” á Festival Syntése í Bourges árið 2007.  Auk þess hefur hann sex sinnum fengið starfslaun listamanna og fimm sinnum styrk úr Tónskáldasjóði RÚV.

Netfang: rikhardurh@lhi.is
Símanúmer: 552 6382 / 864 6382

Til baka í kennarayfirlit