Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir lagði stund á klassískt söngnám árið 1991-1996 við Söngskólann í Reykjavik og undir leiðsögn Guðmundu Elíasdóttur.

Hún stundaði nám í Jasssöng við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag í Hollandi á árunum 1997-2003 og lauk þaðan DM prófi með kennsluréttindum árið 2001. Hún útskrifaðist svo með tvöfaldan Master í Jasssöng og Music Theater árið 2003.

Haustið 2003 flutti Guðlaug heim til Íslands og hefur síðan verið fastráðin söngkennari við Tónlistarskóla FÍH.

Guðlaug lauk söngnámi í aðferðafræðum Cathrine Sadoline, eins árs diplómunámi frá Complete Vocal Institute árið 2007. Vorið 2016 lauk hún einnig 3 ára kennaranámi frá CVI.

Guðlaug hefur unnið við radd- og söngþjálfun m.a. við sýningar í Borgarleikhúsinu.

Hún sendi frá sér geisladiskinn "Gentle Rain" árið 2008

Netfang: gullaolafs@gmail.com
Símanúmer: 865 7018

Til baka í kennarayfirlit