Minningasjóður Vilhjálms Vilhjálmssonar

Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af minningartónleikum um Vilhjálm sem haldnir voru í Laugardalshöll í október 2008. Markmið sjóðsins er að styrkja árlega til náms söngnemendur sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2022.


Verið hjartanlega velkomin á jólatónleika MÍT í Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. des. kl. 19:30. Á tónleikunum munu nemendur úr klassískri deild skólans flytja fallega einleiks- og kammertónlist og verður hátíðlegur jólablær yfir dagskránni.
Á tónleikunum munu nemendur klassískrar deildar skólans veita áheyrendum innsýn í einstaklega blómlegt starf haustannarinnar og bjóða upp á úrval fallegrar tónlistar. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Mozart, Beethoven, Bruch, Chopin, Ravel, Chaminade, Saint-Saëns og Áskel Másson.
Masterklassinn fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 15:00-17:00 í sal MÍT í Skipholti.
Við vekjum athygli á því að Ásta Dóra Finnsdóttir, nemandi við MÍT, leikur píanókonsert nr. 2 eftir Dimitri Shostakovitsj með Sinfóníuhljómsveit íslands miðvikudaginn 6. október næstkomandi. Við óskum henni góðs gengis og hlökkum mikið til tónleikanna!
Þriðjudaginn 7. september kl. 18:00-20:30 mun David Bowlin, fiðluleikari og prófessor við Oberlin Conservatory of Music, halda masterklass í sal MÍT í Skipholti. Masterklassinn hefst kl. 18:00 á stuttum tónleikum David Bowlin og píanóleikarans Tony Cho og síðan munu fjórir fiðlunemendur úr MÍT spila fyrir hann.
Kvartett sænska saxófónleikarans Thomas Backman spilar og kynnir tónlist sína í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði fimmtudaginn 2. september 2021 kl 20:30. Kvartettinn mun spila, spjalla og svara spurningum í u.þ.b. klukkutíma.