Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Hljóðvinnsla og hljóðblöndun

Lýsing: Framhaldsáfangi í hljóðvinnslu. Í áfanganum verður fjallað ítarlega um hljóðupptökur og hljóðblöndun og hagnýt verkefni unnin í tengslum við það. Áfanginn er hugsaður til að dýpka skilning nemenda á hljóði og hljóðblöndun og gera þeim kleift að takast á við fjölbreytt hljóðverkefni. Þá er lögð áhersla á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Forkröfur: Hljóðtækni 1.1

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • upptökum, eftirvinnslu og hljóðblöndun.
  • algengum vinnuaðferðum í hljóðvinnslu.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera flóknari hljóðupptökur og sjá um eftirvinnslu þeirra.
  • vinna sjálfstætt að hljóðverkefnum.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka upp fjölrása hljóðverkefni með ólíkum hljóðfærum.
  • hljóðblanda og ganga frá fjölrása hljóðverkefnum.


Námsmat: Einkunn er byggð á verkefnum og ástundun.

Til baka í áfangayfirlit.