Rytmísk tónlistarbraut – popplína (stúdent)
Athugið að haustið 2022 tók í gildi ný brautaruppbygging fyrir rytmíska stúdentsbraut, popplínu og miðast taflan hér fyrir neðan við það.
Þeir nemendur sem hófu nám fyrir haustið 2022 geta nálgast eldri útgáfuna með því að smella hér.
Lýsing
Með námi á poppbraut til stúdentsprófs er lagður grunnur að margvíslegum störfum á sviði popptónlistar; sköpun, flutningi, tæknivinnu og hljóðfæraleik í þeim hlutföllum sem hverjum nemanda hentar. Einnig býr námið þá nemendur sem það kjósa undir háskólanám á einhverjum þessara sviða. Námið er einstaklingsmiðað og miðar að því að treysta grunn nemenda í sem flestum hliðum popptónlistar samtímans. Í brautarkjarna eru lagasmíðar, hljóðtækni, upptökustjórnun, raftónlist og verkefnastjórnun. Gert er ráð fyrir námi á aðalhljóðfæri/söng öll árin en auk þess velur nemandi sér á lokaári leiðbeinanda lokaverkefnis og vinnur með honum að mótun eigin tónlistar. Valgreinar á brautinni gefa nemendum möguleika á að móta námið að eigin þörfum og áhugasviðum og sækja valnámsskeið á ólíkum sviðum tónlistar, þ.m.t. klassískrar tónlistar og jazz. Almennar bóknámsgreinar aðrar en þær sem snúa að tónlist eru kenndar við Menntaskólann í Hamrahlíð, en jafnframt er nemendum gefinn kostur á að fá almennar bóknámsgreinar metnar úr öðrum framhaldsskólum. Lögð er sérstök áhersla á samleik og samvinnu nemenda og þar fá þeir þjálfun í fjölbreyttu samspili í stærri og minni hópum.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir nám við brautina eru að umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi, hafi grunnfærni í hljóðfæraleik og/eða söng og sé byrjaður að fást við sköpun tónlistar með einhverjum hætti. Nemandi þarf að hafa lokið grunnskóla með B eða hærra í kjarnagreinum (eða áfanga á fyrsta hæfniþrepi) til þess að geta hafið nám á öðru hæfniþrepi. Jafnframt fer fram viðtal og inntökupróf þar sem lagt er mat á hæfni umsækjanda. Nemandi þarf að sýna fram á vilja og hæfni til að skapa tónlist, auk grunnfærni í hljóðfæraleik og/eða söng.
Skipulag
Námið er skipulagt sem þriggja til fjögurra ára nám til stúdentsprófs með tónlist sem aðalnámsgrein. Nám á brautinni er að lágmarki 200 einingar, þar sem nemendur tileinka sér hæfni á þriðja þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 200 einingum á þremur árum. Á brautinni er lögð megináhersla á frumsköpun á víðu sviði rytmískar tónlistar með áherslu á persónulega tjáningu í gegnum tónsmíðar, hljóðfæraleik og góð tök á tækniheimi tónlistarinnar. Nemendur geta sótt námskeið á ólíkum tónlistarsviðum. Valnámskeið á brautinni gefa nemendum færi á að aðlaga námið að sínum þörfum og áhugasviðum, annað hvort til að hefja störf á fjölbreytilegum akri tónlistarinnar eða til að búa sig undir framhaldsnám.
Námsmat
Lögð er áhersla á að beita fjölbreyttum aðferðum við námsmat og að meta vinnu nemenda jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat getur verið fólgið í símati eða lokaprófi eða hvoru tveggja. Við námsmat skal tekið mið af þekkingar-, hæfni- og leikniviðmiðum. Kveðið er á um námsmat hvers áfanga fyrir sig í áfangalýsingum.
Reglur um námsframvindu
Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar og miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33 einingum á önn og taki því að meðaltali 66 einingar á ári. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Lágmarkseinkunn áfanga er 5 en í einstaka áföngum er heimilt að gera kröfu um hærri lágmarkseinkunn til þess að geta tekið framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að
- geta starfað sem popptónlistarmaður á víðum grundvelli.
- geta skapað og flutt eigin tónlist.
- geta flutt tónlist annarra.
- nýta sér ólíkar tæknihliðar tónlistarinnar, hvort heldur er við flutning, sköpun eða upptökur
- kynna og markaðssetja eigin tónlist.
- takast á við háskólanám á sviði popptónlistar.
- eiga góða möguleika á að standast inntökupróf við tónlistarháskóla hér heima og erlendis á sviði popptónlistar.
- halda opinbera tónleika.
- koma fram á tónleikum, hvort heldur er einn eða með öðrum.
- nýta sér menntun sína og þekkingu í fræðigreinum tónlistar.
- miðla tónlist á sjálfstæðan og skapandi hátt.
- sýna frumkvæði og persónulega túlkun við tónlistarflutning og tónlistarsköpun.
- fjalla um tónlist á ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt.
- vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi.
- taka þátt í menningarlífi hér heima og erlendis og gera sér grein fyrir samfélagslegu hlutverki listamannsins.
- greina eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi.
Einingafjöldi
Lágmarkseiningafjöldi til að útskrifast af brautinni er 200.
Kjarni – skylduáfangar brautarinnar:
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Enska | Enska 1 Enska 2 |
Enska 3 | 15 | ||
Hljóðfæraleikur/ söngur |
Hljóðfæraleikur/söngur 1.1 Hljóðfæraleikur/söngur 1.2 Hljóðfæraleikur/söngur 2.1 Hljóðfæraleikur/söngur 2.2 |
Hljóðfæraleikur/söngur 3.1 Hljóðfæraleikur/söngur 3.2 |
48 | ||
Hljóðtækni | Hljóðtækni 1.1 Hljóðtækni 1.2 |
6 | |||
Hreyfing | Hreyfing 1.1 Hreyfing 1.2 Hreyfing 2.1 Hreyfing 2.2 |
4 | |||
Íslenska | Íslenska 1 Íslenska 2 |
Íslenska 3 Íslenska 4 |
20 | ||
Lagasmíðar | Lagasmíðar 1.1 Lagasmíðar 1.2 |
10 | |||
Lífsleikni | Lífsleikni 1.1 Lífsleikni 1.2 |
6 | |||
Lokaverkefni | Útskriftarverkefni/tónleikar | 10 | |||
Rokksaga | Rokksaga 1.1 Rokksaga 1.2 |
6 | |||
Rytmísk hljómfræði | Rytmísk hljómfræði 1.1 | Rytmísk hljómfræði 1.2 | 8 | ||
Rytmísk tónheyrn | Rytmísk tónheyrn 1.1 | Rytmísk tónheyrn 1.2 | 8 | ||
Stærðfræði | Stærðfræði 1 Stærðfræði 2 |
10 | |||
Verkefnastjórnun | Verkefnastjórnun 1.1 Verkefnastjórnun 1.2 |
6 | |||
Fjöldi eininga | 36 | 80 | 41 | 0 | 157 |
Bundið pakkaval 1
Hljóðfæri (aðrir en blásarar)
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Samspil | Samspil 1.1 Samspil 1.2 |
Samspil 2.1 Samspil 2.2 |
12 | ||
Fjöldi eininga | 6 | 6 | 12 |
Blásarar
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Samspil | Samspil 1.1 Samspil 1.2 |
Stórsveit 1.1. Stórsveit 1.2. |
12 | ||
Fjöldi eininga | 6 | 6 | 12 |
Söngur
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Söngvinnubúðir | Söngvinnubúðir 1.1 Söngvinnubúðir 1.2 |
6 | |||
Uppfærsla | Uppfærsla 1.1 Uppfærsla 1.2 |
6 | |||
Fjöldi eininga | 6 | 6 | 12 |
Bundið pakkaval 2
Fjöldi námskeiðapakka sem nemendur velja: 1 af 2
Raftónlist
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Raftónlist | Raftónlist 1.1
Raftónlist 1.2 |
6 | |||
6 | 6 |
Hljómborðsfræði
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Hljómborðsfræði | Hljómborðsfræði 1.1 Hljómborðsfræði 1.2 |
6 | |||
6 | 6 |
Bundið pakkaval 3
Fjöldi námskeiðapakka sem nemendur velja: 1 af 2
Upptökustjórn
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Upptökustjórn | Upptökustjórn 1.1 Upptökustjórn 1.2 |
6 | |||
Fjöldi eininga | 6 | 6 |
Lagasmíðar 2
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
---|---|---|---|---|---|
Lagasmíðar 2 | Lagasmíðar 2.1 Lagasmíðar 2.2 |
10 | |||
Fjöldi eininga | 10 | 10 |
Frjálst val
Nemendur á stúdentsbraut popplínu taka 15-19 valeiningar en þar af mega 20 valeiningar vera úr almennu bóknámi við MH eða aðra framhaldsskóla. Einnig má velja eingöngu tónlistaráfanga á rytmískum og klassískri braut. Við hvern áfanga er tiltekið hvaða undanfara nemendur þurfa að hafa lokið til að velja áfangann.
Í frjálsu vali þurfa nemendur að gæta að reglum í aðalnámskrá um hlutfall náms á hæfniþrep. Nemendur fá aðstoð náms- og starfsráðgjafa við val á áföngum svo nemendur geti aðlagað námið og sérhæfingu þess sem best að sínum áhuga og framtíðaráformum. Gott er að hafa í huga að inntökukröfur í háskóla eru mismunandi milli námsleiða og mikilvægt að kynna sér inntökukröfur vel ef hugur stefnir í ákveðna átt í tengslum við framhaldsnám. Hægt er að kynna sér inntökuskilyrðin á vefsíðum háskólanna.