Svava Bernharðsdóttir víóluleikari stundaði fiðlunám m.a. hjá Gígju Jóhannsdóttur og Rut Ingólfsdóttur. Næstu árin nam Svava í Eþíópíu, Illinois (kennari: John Kendall), Hollandi (kennari: Nobuko Imai) og við The Juilliard School í New York (kennarar: William Lincer og Karen Tuttle) og lauk þaðan BM ´85, MM ´86 og doktorsprófi (DMA) 1989.  Þar vann hún 1. og 2. verðlaun í víólueinleikarakeppnum skólans.  Lokaverkefni hennar þar fjallaði um sögu og þróun íslensks fiðlu- og  víóluleiks.

Svava var næstu árin við nám og störf í Sviss, Þýskalandi og Slóveníu. Hún var við nám við Schola Cantorum í Sviss 1988-1991 í barokk fiðlu og víólu.  Svava var aðstoðarleiðari víóludeildar S.Í. 1993 - 1994 og gegndi sömu stöðu við Slóvensku Fílharmóníuhljómsveitina 1994 - 2006, var víóluleiðari við Slóvensku strengjasveitina og Slavko Osterc nútímatónlistarhóp og dósent í víóluleik við Tónlistarakademíu Ljubljana.

Leik Svövu má m.a. heyra á geisladiskunum Svaviola (Skref 1995) og Svaviola II (ÍTM 2005) með íslenskum verkum fyrir víólu og Dúó Freyja (Polarfonia 2021) með íslenskum verkum fyrir fiðlu og víólu samin fyrir dúóið.  Sá diskur var tilnefndur til  Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.  Einleikur með hljómsveit er m.a. Hindemith: Der Schwanendreher með Juilliard Symphony,  Mozart: Sinfonia Concertante með Sinfóníuhljómsveit Íslands  og Bartók: víólukonsert með Slóvensku Fílharmóníunni.

Frá 2006 er Svava búsett hér á landi, hefur kennt við Allegro Suzuki tólistarskólann, kennir við Listaháskólann og Tónlistarskóla Kópavogs og tekur virkan þátt í flutningi kammertónlistar, nútímatónlistar og flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri.  Hún er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands en leikur einnig með ýmsum kammerhópum svo sem Camerarctica, Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Nordic Affect, Sinfonia nord og hefur kennt á ýmsum námskeiðum hérlendis, í Slóveníu, Noregi og Bandaríkjunum.

Netfang: svaviola@gmail.com
Símanúmer: 824 2715

Til baka í kennarayfirlit