B.M. í tónlist 1984 frá Berklee College of Music og B.S. í viðskiptafræði frá Háskóla Reykjavíkur. Kennsla hjá Tónlistarskóla FÍH frá 1984, Listaháskóla Íslands frá 2006 og Tónlistarskóla Garðabæjar frá 2008.  Virkur hljóðfæraleikari með fjölda hljómsveita (Ljósin í bænum, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, Melchior, Tamlasveitin, Tríó Reynis Sigurðssonar) og í fjölbreyttu tónlistarsamhengi á tónleikum, í leikhúsum og á hljóðritunum. Fastur meðlimur Stórsveitar Reykjavíkur frá 1993. Var hugmyndasmiður og útsetti tónlistardagskrána “Heimsreisa Höllu” sem sýnd hefur verið í yfir 20 löndum.

Skrifaði “Djass- og dægurlagahljómfræði 1” sem hefur verið mikið notuð við kennslu þar sem “hryntónlistar” kennsla fer fram og vinnur að þróun kennsluefnis í tónheyrn og hljómfræði. Kennir jöfnum höndum á raf- og kontrabassa og hefur verið virkur prófdómari á vegum Prófanefndar um árabil.

Er núverandi varaformaður FÍH og hefur gegnt stjórnunar- og trúnaðarstörfum fyrir félagið um árabil.

Netfang: gunnarhrafnsson@simnet.is
Símanúmer: 695 1123

Til baka í kennarayfirlit