Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Saga rokk- og dægurlagatónlistar, tækja- og tækniþróunar og þróun helstu útbreiðslumiðla.

Lýsing: Hugtakið dægurtónlist (popular music) er skilgreint og gerð grein fyrir því hvernig fjölprentaðar nótur, útgáfa hljómplatna, tilkoma talmynda og starfræksla útvarpsstöðva áttu þátt í að efla útbreiðslu dægurtónlistar í upphafi 20. aldar. Gerð er grein fyrir því hvernig rokk- og dægurtónlist verður smám saman til þegar alþýðu-, blús-, trúar- og sálartónlist blandast saman við hrynræna djass-, þjóðlaga-, sveita-, söngleikja- og danstónlist. Farið er yfir tímabilið frá 1877 til 1970. Upphafsárið miðast við hljóðritann sem Edison fann upp en sú tækni lagði grunn að fjöldaframleiðslu hljómplatna og síðan er tækni- og tónlistarþróunin rakin til þess tíma er hljómsveitin The Beatles er lögð niður.

Forkröfur: Engar.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal:

  • Þekkja helstu tónlistarstefnur tímabilsins.
  • Öðlast þekkingu á mismunandi stílbrigðum rokk- og dægurtónlistar.
  • Kunna skil á helstu hugtökum og geta gert grein fyrir tækniþróun tímabilsins.


Leikniviðmið:

Hæfniviðmið:

Nemandi skal:

  • Þekkja helstu áhrifavalda og þátttakendur í þróun í rokk- og dægurtónlist á fyrri hluta 20. aldar.
  • Þekkja helstu lög og tónverk tímabilsins. 
  • Geta skrifað ritgerð um tónlistarstefnu eða tónlistarfólk tímabilsins.
  • Geta lagt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra.


Námsmat: Námsmat fer fram með ritgerð og prófi þar sem spurt er út úr námsefni annarinnar og skilningur nemanda kannaður.

Til baka í áfangayfirlit.