Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Viðburðastjórnun í tónlistariðnaði.

Lýsing: Í þessum framhaldsáfanga í verkefnastjórnun er kafað dýpra í undirstöðuatriði verkefnastjórnunar í tónlistariðnaði og nemendur þjálfaðir í undirbúningi og framkvæmd verkefna. Nemendur skipta sér í hópa og velja sér verkefni sem er unnið frá upphafi til enda. Auk hefðbundinna kennslustunda verða fengnir inn gestafyrirlesarar með reynslu af stjórnun tónlistarverkefna.

Forkröfur: Verkefnastjórnun í tónlistariðnaði 1.1.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Undirstöðuatriðum verkefnastjórnunar
  • Notkun verkefnaáætlana í framkvæmd verkefna
  • Ólíkum hlutverkum og mikilvægi verkaskiptingar


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Útbúa verkefnaáætlun og fylgja henni eftir
  • Vinna í hóp og geta skilgreint ólík hlutverk
  • Halda sig innan skilgreinds tíma og kostnaðarramma


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilgreina, undirbúa og framkvæma verkefni frá upphafi til enda
  • Skipta verkum og vinna með ólíka styrkleika


Námsmat: Einkunn er byggð á ástundun, verkefnaskilum og lokaverkefni.

Til baka í áfangayfirlit.