Hæfniþrep: 2 (1.1 og 1.2) og 3 (2.1, 2.2, 3.1 og 3.1)

Einingafjöldi: 2

Viðfangsefni: Meðleikur, samvinna.

Lýsing: Í meðleikstímum vinna nemendur þau verk sem þeir æfa undir handleiðslu hljóðfæra- eða söngkennara með píanóleikara.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ólíkum tónlistarstílum.
  • Mikilvægi góðrar samvinnu við meðleikara.
  • Sögulegu samhengi verkanna sem unnin eru í áfanganum.

 



Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Leika með öðrum.
  • Fullvinna verk með meðleikara.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Flytja tónverk sem tilheyra hverju námsstigi á sannfærandi hátt á tónleikum.
  • Hafa frumkvæði að góðri samvinnu við.


Námsmat: Ástundun og mæting nemanda yfir önnina er metin.

Til baka í áfangayfirlit.