Nokkrir lengra komnir nemendur rytmískrar deildar MÍT hafa verið á samspilsnámskeiði undir leiðsögn Hilmars Jenssonar gítarleikara og tónskálds undanfarna daga. Á námskeiðinu hafa þeir tekist á við krefjandi tónlist eftir Hilmar frá ýmsum tímum. Námskeiðinu lýkur með uppskerutónleikum í sal skólans, Rauðagerði 27, sunnudaginn 26. nóvember kl 15.  Tónleikarnir verða um klukkustundar langir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.