Stórsveit MÍT heldur tónleika í Hörpuhorninu í Hörpu, laugardaginn 2. desember kl. 16.00. Flutt verður tónlist eftir tónskáldið og útsetjarann Sammy Nestico en hann er þekktastur fyrir skrif sín fyrir stórsveit Count Basie. Stjórnandi er Snorri Sigurðarson.  Dagskráin er tæplega klukkustundarlöng.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.