Umsóknarferli

Opnað verður fyrir umsóknir á umsóknarvef Innu þann 10. mars og umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2025. Umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf að umsóknarfresti liðnum (sjá nánar hér neðar). Inntökupróf verða þann 15.maí.
Allir nemendur sem vilja sækja um nám við MÍT þurfa að senda inn umsókn hér fyrir 11.maí:  Sækja um nám við MÍT

Nemendur sem sækja um nám á stúdentsbraut við MÍT beint eftir 10.bekk í grunnskóla þurfa jafnframt að sækja um í gegnum menntagátt frá og með 25.apríl:  Sækja um á stúdentsbraut beint eftir 10.bekk

Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi inntökuferlið að hafa samband við okkur í s. 589 1200 eða senda okkur fyrirspurn á menton@menton.is.

Opið hús og skólakynningar

Það verður opið hús föstudaginn 28. febrúar milli kl 16:00 og 18:00 í húsnæði skólans í Rauðagerði 27. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

MÍT tekur einnig þátt í framhaldsskólakynningunni Mín framtíð í Laugardalshöll 13.-15. mars.

Dagana 31. mars – 2. apríl verður útskriftarhátíð MÍT haldin í Hörpu. Þar fara fram um 30 fjölbreyttir tónleikar útskriftar- og framhaldsprófsnemenda MÍT á þremur dögum í Kaldalóni og Norðurljósum. Hátíðin býður upp á frábært tækifæri til að kynna sér starf skólans og njóta fjölbreyttrar tónlistar.

Dagskrá auglýst síðar á www.menton.is

Inntökupróf

Inntökupróf verða haldin þann 15. maí 2025. Fyrir inntökuprófin undirbúa nemendur tvö verk að eigin vali. Allir umsækjendur sem ekki hafa lokið miðprófi í tónfræðum þreyta einnig stöðupróf í tónfræði. Haft verður samband við alla umsækjendur með nánari upplýsingum um inntökuprófin að loknum umsóknarfresti.

———

MÍT gerir kröfu um ákveðna námsframvindu. Eftir að hafa fengið skólavist í fyrsta sinn á nemandi rétt á að halda áfram námi í allt að 10 annir að því tilskildu að náð hafi verið framhaldseinkunn fyrir skólasókn og lágmarkseiningum (15 ein.) lokið á hverri önn. Einingafjöldi til stúdentsprófs er 200, en af almennu brautinni 150 einingar.  Miðað er við að nemandi sé ekki eldri en 30 ára við útskrift frá skólanum.

Inntökukröfur

Miðað er við að nemendur hafi lokið grunnskóla og miðprófi í hljóðfæraleik eða grunnprófi í söng og miðprófi í tónfræðagreinum við inntöku á klassískar og rytmískar brautir. Ekki er gerð krafa um miðpróf fyrir umsækjendur á popplínu.

Þrátt fyrir þær inntökukröfur sem hér eru settar fram þá áskilur skólinn sér rétt á að taka inn efnilega nemendur ef þeir þykja standa sig framúrskarandi á inntökuprófi að mati dómnefndar. Á öllum brautum er gert ráð fyrir að nemandi ljúki grunnáfanga í tónfræði (popplínur) eða miðprófi í tónfræðagreinum við lok fyrsta námsárs við MÍT.