Um skólann
MÍT – MENNTASKÓLI Í TÓNLIST er framhaldsskóli stofnaður af Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Skólinn tók til starfa haustið 2017. Boðið er upp á nám í bæði rytmískri tónlist (jazz, popp og rokktónlist) og klassískri tónlist.
Skólinn býður upp á NÝJAR OG ÁHUGAVERÐAR NÁMSLEIÐIR Í TÓNLIST og geta nemendur lokið stúdentsprófi með tónlist sem aðalnámsgrein. Skólinn hentar þó einnig vel nemendum sem stunda nám við aðra framhaldsskóla en vilja stunda áhugavert tónlistarnám á framhaldsstigi.
NÁMSFRAMBOÐ ER SÉRLEGA MIKIÐ OG FJÖLBREYTT. Í MÍT eru nemendur búnir undir háskólanám og atvinnulíf í tónlist. Skólinn veitir einnig almenna menntun sem nýtist nemendum óháð því hvort nemendur stefna á framhaldsnám í tónlist eða annað. Fjölbreytt námsframboð í klassískri og rytmískri tónlist gerir nemendum kleift að mótað námið eftir eigin áhuga og styrkleikum. Skólinn tekur virkan þátt í þróun tónlistarlífs og iðnaðar og vinnur markvisst að því að tengjast fjölbreyttum aðilum innan greinarinnar.

Algengar spurningar og svör
Nei, Menntaskóli í tónlist er einnig góður valkostur fyrir þá nemendur sem vilja stunda metnaðarfullt og skapandi framhaldsskólanám með áherslu á tónlist.
Já. Vilji nemendur það velja þeir almenna tónlistarbraut, sjá nánar hér.
Já, flestir aðrir menntaskólar meta námið í Menntaskóla í tónlist til eininga.
Nemendur geta valið á milli þess að sérhæfa sig í klassískri eða rytmískri tónlist í hljóðfæraleik eða söng. Lögð er sérstök ÁHERSLA Á SAMLEIK OG SAMVINNU NEMENDA og fá nemendur þjálfun í hljómsveitarleik og fjölbreyttu samspili allan námstímann. Við skólann starfa margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Sérstaða skólans liggur meðal annars í því að flestir kennarar við skólann eru starfandi listamenn, flytjendur og tónskáld sem taka virkan þátt í tónlistarlífi landsins.
Með stofnun MÍT er leitast við að skapa FRJÓTT OG FJÖLBREYTILEGT UMHVERFI fyrir efnilega tónlistarnemendur af landinu öllu þar sem þeir fá góða og áhugaverða menntun í tónlistarflutningi, tónsköpun og fræðigreinum tónlistar.