Sif Margrét Tulinius fiðluleikari hefur verið atkvæðamikil í íslensku tónlistarlífi um árabil. Að einleikaraprófi loknu vorið 1991 hlaut hún Fulbright styrk til frekara náms í Bandaríkunum þaðan sem hún lauk meistaranámi sínu frá New York í samstarfsverkefni milli Juilliard tónlistarháskólans og Stony Brook háskólans. Hún fluttist þá til Evópu og lék þar ásamt ýmsum tónlistarhópum á fjölmörgum tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn. Haustið 2000 var Sif Margrét ráðin til starfa í stöðu 2. konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún gegndi því starfi allt til ársins 2016 er hún fluttist til Berlínar þar sem hún bjó um nokkurra ára skeið og lék ásamt fjölmörgum virtum tónlistarhópum m.a. Berliner Philharmoniker. Sif hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands m.a. í flutningi á fiðlukonsert Gubaidulina, Fylgjum Þorkels Sigurbjörnssonar og Partitu eftir Lutoslawski. Sif hefur bæði sjálfstætt og ásamt öðrum tekið virkan þátt í flutningi nútímatónlistar og kom einleiksdiskur hennar De Lumine út í nóvember síðastliðnum með hljóðritunum af þremur nýjum íslenskum einleiksverkum fyrir fiðlu. Flutningur Sifjar Margrétar á De Lumine hefur hloitð lof gagnrýnenda bæði íslenskra og erlendra tónlistartímarita og var De Lumine valinn geisladiskur ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum í mars 2025. Hún kemur reglulega fram á kammertónleikum, nú síðast í Salnum, Kópavogi þar sem hún lék ásamt Richard Simm píanóleikara efnisskrá með verkum eftir Beethoven og Franck.

Heimasíða Sifjar Margrétar er https://sifmargrettulinius.com

Netfang:
Símanúmer:

Til baka í kennarayfirlit