Samúel Jón Samúelsson lauk kennaraprófi og burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 1999–2000 og meistaraprófi í tónsmíðum frá LHÍ 2023. Hann hefur starfað sem atvinnu­tónlistarmaður frá 1995 og verið áberandi í íslensku tónlistarlífi í nær 30 ár.

Samúel hefur unnið með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem hljóðfæraleikari, útsetjari og tónskáld, m.a. með Jagúar, Hjálmari, Ásgeiri, Sigur Rós, Palla Óskari, Jimi Tenor og Stórsveit Reykjavíkur. Hann hefur stjórnað fjölmörgum stórsveitum heima og erlendis, m.a. Frankfurt Radio Big Band, og starfrækir sína eigin sveit, SJS Big Band, sem hefur spilað á virtum tónlistarhátíðum víða um Evrópu og fengið til sín gesti á heimsmælikvarða.

Auk tónleikastarfa hefur hann unnið sem tónlistarstjóri fyrir sjónvarp, leikhús og kvikmyndir, komið fram sem plötusnúður og unnið fjölmörg trúnaðarstörf fyrir tónlistarlífið, m.a. í stjórn FTT og Jazzhátíðar Reykjavíkur. Hann hefur hlotið tilnefningar og verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum bæði í popp- og jazzflokkum.

Samúel hefur kennt við ýmsa tónlistarskóla, þar á meðal FÍH, Menntaskóla í Tónlist og LHÍ.

Netfang:
Símanúmer:

Til baka í kennarayfirlit