Menntun við Tónlistarskóla FÍH á árunum 1984-1988. Berklee College of Music 1989-1991, auk námskeiða, meðal annars hjá Dave Weckl.

Matthías hefur starfað við tónlistarflutning frá 1984. Verkefnin hafa spannað vítt svið, allt frá rokki og popptónlist til klassískrar tónlistar. Jazz- og spunatónlist hefur verið rauður þráður síðan á árunum í TFÍH og Berklee. Hann hefur meðal annars leikið með Todmobil, Unun, Sinfóníuhljómsveit Íslands, í leikritum og söngleikjum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu (Yerma, Vesalingarnir, Kabarett, Evita ofl.), Tómasi R. Einarssyni, Jóel Pálssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni, Óskari Guðjónssyni, Ómari Guðjónssyni, Tena Palmer, Rússíbönum, Tatu Kantomaa, Kammersveit Reykjavíkur, Richard Andersson, Caput hópnum og fjölmörgum öðrum, innanlands sem utan. Raftónlist hefur einnig skipað sinn sess, meðal annars í samstarfi við Jóhann Jóhannsson á árunum 2000 - 2012.

Matthías hefur kennt á trommusett og slagverk við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 1991. Þar hefur hann ásamt samkennurum mótað kennslu á trommusett. Sú vinna gangaðist síðan við gerð Aðalnámskrár tónlistarskóla en Matthías sá um þann hluta sem snýr að trommusettinu í rytmíska huta námskrárinnar. Hann stóð fyrir útgáfu bókarinnar Hringir innan hringja eftir Pétur Östlund sem er einstök kennslubók í tækni á trommusett.

Netfang: matthias@hemstock.net
Símanúmer: 864 7084

Til baka í kennarayfirlit