Jane Ade Sutarjo er fædd í Jakarta, Indónesíu. Síðan Jane kom til Íslands árið 2008 hefur hún verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi. Hún hefur komið fram sem einleikari, meðleikari og í ýmsum kammertónlistarhópum. Hún lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands bæði í fiðlu- og píanóleik þar sem hún lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur, Nínu Margréti Grímsdóttur og Peter Máté. Eftir að hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2012 hefur hún kennt á píanó auk þess að starfa sem meðleikari. Sumarið 2017 lauk hún meistaragráðu frá Tónlistarháskóla Noregs (Norges Musikkhøgskole), þar sem hún lærði hjá Jens Harald Bratlie og Kathryn Stott. Einnig lagði hún stund á fortepíanó hja Liv Glaser.
Nú starfar Jane sem meðleikari við Menntaskóla í Tónlist og Tónlistarskóla Kópavogs.

Netfang: jadesutarjo@gmail.com
Símanúmer: 618 0327

Til baka í kennarayfirlit