Hjörtur Ingvi er fæddur í Reykjavík þann 7. september 1987. Hann hóf ungur píanónám í Tónskóla Eddu Borg, en þaðan lá leiðin í Tónlistarskóla F.Í.H., þaðan sem hann útskrifaðist með burtfararpróf í klassískum píanóleik árið 2010. Eftir að hafa lagt stund á hagfræði við H.Í. þá hóf Hjörtur nám við Konservatoríið í Amsterdam, þaðan sem hann útskrifaðist með B.M. gráðu í djasspíanóleik, sem innihélt einnig kennsluréttindi. Að lokinni úskrift þaðan sumarið 2015 fluttist Hjörtur aftur til Íslands, þar sem hann starfar sem tónlistarmaður og píanókennari.

Hjörtur er hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, og er virkur í tónlistarlífi landsins, þ.á.m. sem sjálfstæður lagasmiður, útsetjari, í hinum ýmsu hljómsveitum og í leikhúsum. Hann hefur vítt áhugasvið, en hefur síðustu árin einbeitt sér að djass og popptónlist. Hjörtur kennir einnig píanóleik við Tónlistarskóla Árbæjar og spilar meðleik í Tónlistarskóla FÍH.

Netfang: hjorturi@gmail.com
Símanúmer: 823 8059 / 571 5356

Til baka í kennarayfirlit