Hilmar Jensson hóf að leika á gítar 6 ára gamall. Hann útskrifaðist frá Tónlistarskóla FíH 1987 og frá Berklee College of Music 1991. Einnig tók hann fjölda einkatíma utan skólans m.a. hjá Mick Goodrick, Joe Lovano, Hal Crook og Jerry Bergonzy. Hilmar hefur verið atkvæðamikill að námi loknu og hefur leikið í yfir 30 löndum og á um u.þ.b 70 geisladiskum. Hann hefur leikið með miklum fjölda þekktra tónlistarmanna og á mörgum helstu jazzhátíðum heims.

Hann er einn stofnenda Tilraunaeldhússins og útgáfuarmi þess “Kitchen Motors”. Hilmar hefur verið kennari við FÍH frá 1992 og hefur einnig kennt við Listaháskóla Íslands. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra og/eða verið gestakennari í 30 háskólum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Netfang: hilmar@hilmarjensson.com
Símanúmer: 862 3999

Til baka í kennarayfirlit