Eiríkur Rafn Stefánsson er fæddur 7. febrúar 1988. Hann byrjaði að læra á trompet við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar átta ára gamall hjá Einari Jónssyni. Síðar lá leiðin í Tónlistarskóla FÍH þaðan sem hann lauk bæði kennaradeild og framhaldsprófi í rytmískum trompetleik vorið 2013. Tveimur árum síðar lá leiðin í Tónlistarháskólann í Amsterdam þar sem Eiríkur nam djassútsetningar- og tónsmíðar undir handleiðslu Jurre Haanstra þaðan sem hann kláraði B.Mus. vorið 2019.

Eiríkur hefur verið virkur trompetleikari og útsetjari, bæði hér heima sem og erlendis. Hann hefur spilað meðal annars með Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, hljómsveitinni Valdimar og Lúðrasveit Hafnarfjarðar, auk þess að spila í hinum ýmsu verkefnum og upptökum. Sem útsetjari hefur hann meðal annars skrifað fyrir Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Tónlistarhússins í Amsterdam (Jazzorkest van het Concertgebouw), Nemendastórsveit Hollands (Nederlands Jazzorkest) og Samtök Íslenskra Lúðrasveita.

Eiríkur kennir á trompet við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Skólahljómsveit Kópavogs ásamt því að kenna útsetningar við Listaháskóla Íslands.

Netfang: eirikurrs@gmail.com
Símanúmer: 695 6777

Til baka í kennarayfirlit