Einar Scheving hefur verið eftirsóttur trommu- og slagverksleikari í djass-, popp- og klassískri tónlist frá unglingsaldri og hefur hann leikið inn á vel yfir 100 geisladiska. Einar útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH, stundaði framhaldsnám við University of Miami og lauk þaðan MA-prófi árið 2002. Hann varð kennari við skólann að námi loknu, en samhliða því starfaði hann sem tónlistarmaður þar vestra.

Einar hefur lagt aukna áherslu á tónsmíðar í seinni tíð, og hefur hann þrisvar hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, m.a. fyrir plöturnar Cycles (2007) og Land míns föður (2011). Báðar þessar plötur hlutu mikið lof gagnrýnenda jafnt hérlendis sem erlendis. Nýjasta plata Einars, Intervals, kom út í október 2015 og hefur þegar vakið mikla athygli, auk þess að hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015. Einar hefur kennt við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 2006.

Netfang: escheving@gmail.com
Símanúmer: 897 9506

Til baka í kennarayfirlit