Áshildur tók burtfararpróf á flautu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sautján ára. Hún lauk “Bachelor Of  Music” – prófi með hæstu einkunn í hljóðfæraleik frá The New England Conservatory Of Music, 1986 og “Master Of  Music” – prófi frá The Juilliard School í New York, 1988. Hún varð fyrsti flautuleikarinn til að komast inn í Konservatoríið í París í nám í svokölluðum “Cycle de Perfectionnement”, en því námi lauk árið 1992.

Áshildur Haraldsdóttir hefur meðal annars komið fram sem einleikari með Indian Hill Chamber Orchestra , Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Oskarshamn Symphony Orchestra, Camerata Roman, Umea Symphony Orchestra, Filharmonica del Bajio, London Region Symphonia, KwaZulu-Natal Philharmonic, Musica Vitae, Il Solisti Veneti, Norbottons Kammarorchester og Royal Chamber Orchestra Tokyo.

Áshildur er einnig virkur kammermúsíkkant og hefur komið fram á tónleikum víðsvegar um Evrópu og Japan með KaSa-hópnum og í Kína með RTÉ Vanbrugh-kvartettnum. Hún hefur einnig haldið fjölda einleikstónleika m.a. í New York og London. Áshildur hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi víða um lönd. Hún hefur margsinnis frumflutt íslensk verk og eru íslensk verk mjög oft á efnisskrá hennar.

Áshildur lék með Die Deutsche Kammerphilharmonie (1992-1993) og með L´Orchestre Symphonique Français (1995-1997) en er nú fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Áshildur hefur hljóðritað einleiks-geisladiskana  “Joueuse de Flûte“, ”Undine“, ”Concertos by C.Ph.E. Bach, Benda and Haydn“ og disk þar sem Áshildur leikur Partitu Gösta Nystroems með sænsku kammersveitinni “Musica Vitae” og „Miniatures“ með meðleik Selmu Guðmundsdóttur. „Tónamínútur“, tvöfaldur geisladiskur með flaututónlist Atla Heimis Sveinssonar, kom út haustið 2006 og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Hún hefur unnið til fyrstu verðlauna í “The New England Conservatory Commencement Competition” (1986), “The Annual James Pappoutsakis Memorial Fund Competition” (1986) og “The International Young Concerts Artists Competition of Royal Tunbridge Wells” (1989).  Hún hefur einnig hlotið þriðju verðlaun á alþjóðlegu flautukeppninni “Flute d´Or” í Frakklandi (1992).  Hún hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegu flautukeppninni “Syrinx” á Ítalíu (1995) auk fyrstu verðlauna fyrir besta flutning á nútímaverki. Áshildur var einnig valin fulltrúi Íslands á Tvíæring ungra norrænna einleikara 1988.

Árið 2010 var Áshildur sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu  fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar.

Netfang: ashildur.haraldsdottir@gmail.com
Símanúmer: 551 8225 / 899 0857

Til baka í kennarayfirlit