Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Tónlistarsaga, hlustun, formfræði

Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir tónlistarsögu 19. aldar, rómantíska skeiðið (ca. 1815- 1900), þar sem fjallað er um helstu höfunda og verk sem móta tímabilið. Sagan er skoðuð í samhengi við almenna sögu 19. aldar í gegnum orsakir og afleiðingar. Leitast er við að tengja og skilja stöðu, þróun og framvindu tónlistarinnar í ljósi ýmiskonar þjóðfélagslegra umbrota sem fylgdu tímaskeiðinu.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mikilvægi tónlistarsögu fyrir heildrænan þroska í tónlist.
  • Fagurfræðilegum og hugmyndafræðilegum forsendum er liggja til grundvallar mismunandi stílum og einkennum tónverka.
  • Hvernig mikilvægir atburðir í mannkynssögunni hafa áhrif á þróun tónsköpunar.
  • Þróun stíls og einkenna á mismunandi tímabilum.
  • Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi listgreina.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast tónlistarsögu á 19. öld.
  • Svara munnlega og skriflega spurningum um tónlistarsöguleg málefni s.s. samhengi, orsakir, afleiðingar, stíl og áferð.
  • Þekkja mismunandi tónverk með tilliti til höfundareinkenna, stíls og áferðar.
  • Geta greint söguleg einkenni í samræmi við þróun stíls á tímabilinu.
  • Fjalla um tónlistarsöguleg málefni í heimildaritgerð.


Hæfniviðmið:

Í lok námskeið á nemandi að:

  • Þekkja helstu höfunda og verk sem móta tímabilið.
  • Þekkja og skilja helstu einkenni sem fylgja rómantískri tónlist 19. aldar.
  • Geta fjallað um og útskýrt áberandi rómantísk einkenni í tónlist.
  • Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi 19. aldar tónlistar.
  • Hafa yfirsýn og getu til að útskýra helstu form og gerðir verka á rómantíska skeiðinu.
  • Hafa yfirsýn og getu til að fjalla um þróun rómantíska stílsins á tímabilinu.


Námsmat: Námsmat byggir á lokaprófi auk verkefna sem dreifast yfir önnina. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsmatsins má finna í kennsluáætlun frá kennara sem nemendur fá afhenta í upphafi áfangans.

Til baka í áfangayfirlit.