Viðfangsefni: Greining raddskráa stórsveita, helstu raddsetningaaðferðir, formgreining, hljómgreining, laglínugreining, hljóðfærafræði, ritháttur sem og frágangur radda fyrir hljóðfæri. Lokaverkefni er útsetning á verki að eigin vali fyrir stórsveit. Verkið skal flytja af stórsveit sé þess kostur.
Lýsing: Í áfanganum er farið yfir raddskrár fyrir stórsveit (Big Band) og þær greindar með tilliti til forms, hljóðfærafræði, tónsmíðaaðferða, raddsetninga og stíls. Námsefni er á kennsluvef áfangans.
Forkröfur: Jazzútsetningar 2.1
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Námsmat fer fram með skilaverkefnum sem eru u.þ.b. 3 skilaverkefni í Jazzútsetningum 2.2, auk tímaverkefna sem lögð eru fyrir í einstaka efnisþáttum og lokaverkefnis. Lokaverkefni er útsetning fyrir stórsveit og skal stefnt að flutningi hennar með stórsveit sé þess kostur. Val verksins er frjálst, má vera frumsamið sem og önnur tónsmíð.
Til baka í áfangayfirlit.
Lýsing: Í áfanganum er farið yfir raddskrár fyrir stórsveit (Big Band) og þær greindar með tilliti til forms, hljóðfærafræði, tónsmíðaaðferða, raddsetninga og stíls. Námsefni er á kennsluvef áfangans.
Forkröfur: Jazzútsetningar 2.1
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlar þekkingu og skilning á:
- Helstu greiningaraðferðum raddskráa.
- Að færa úr tónfærðri raddskrá í píanóraddskrá til greiningar.
- Geta lesið tónfærðar og ótónfærðar raddskrár.
- Kynnist helstu hljóðfæraskipan í ritun fyrir stórsveit.
- Hvernig nálgast skal útsetningu sem listræna útfærslu tónverks, en ekki upprit á því sem þegar hefur verið gert.
- Stíl helstu stórskálda stórveitaheimsins og einkenni þeirra.
Leikniviðmið:
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- Útsetja fyrir stórsveit.
- Að lesa raddskrár og greina útfrá hljómfræði, form- og laglínugreiningu.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Útsetja eigin tónsmíðar og annarra fyrir stórsveit.
- Útsetja fyrir nemendur í kennslu eða önnur tilefni í kennslustofnunum.
- Geta útskýrt og leitt æfingar á eigin útsetningum og annarra.
- Öðlast þekkingu á helstu stílum útsetninga.
Námsmat: Námsmat fer fram með skilaverkefnum sem eru u.þ.b. 3 skilaverkefni í Jazzútsetningum 2.2, auk tímaverkefna sem lögð eru fyrir í einstaka efnisþáttum og lokaverkefnis. Lokaverkefni er útsetning fyrir stórsveit og skal stefnt að flutningi hennar með stórsveit sé þess kostur. Val verksins er frjálst, má vera frumsamið sem og önnur tónsmíð.
Til baka í áfangayfirlit.