Nemendur MÍT klæða íslensk þjóðlög í nýjan búning á þjóðlagahátíð skólans, . Á tónleikunum munu gamlar þjóðlagaperlur hljóma í flutningi fjórtán söngvara og fimm manna hljómsveitar.

Tónleikarnir eru þó ekki einungis til að gleðja eyru því þeim er líka ætlað að koma áhorfendum í tengsl við liðna tíma og menningu.

Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 1. mars kl 17:00 í hátíðarsal FÍH að Rauðagerði 27. Tónlistarstjórn er í höndum Ragnheiðar Gröndal og Ásgeirs Ásgeirssonar. Aðgangseyrir er 1000 krónur, miðasala við hurð.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.